Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 40
 30. október 2010 LAUGARDAGUR2 „Ég hef eðlilega lítinn tíma fyrir sjálfa mig en sakna þess ekki heldur. Amma kenndi mér að sníða stakk eftir vexti og nú nýt ég þess að fylgjast með börnunum vaxa og þroskast. Maður á að njóta þess sem maður hefur og ekki hollt að bíða þess alltaf að losna til að komast annað. Þá gengur líka allt svo miklu betur,“ segir Ósk sem er oftast ein með börnin því ekkert þeirra fer að heiman um pabba- helgar. „Pabbarnir hitta krakkana eins og kostur er, en það bitnar á börnum að taka þau úr sinni rút- ínu því hér er þeirra líf, fótbolti, afmæli og fleira um helgar. Þau fara því frekar til lengri tíma í vetrar- og sumarfríum sínum.“ Ósk vekur hvarvetna athygli fyrir glæsilegt fas og útlit. „Það segir sig sjálft að maður safnar ekki holdum á hlaupum eftir fimm börnum allan daginn, en holda- far er líka bundið erfðum og ég er heppin þar. Ég reyni að borða hollt og fer varlega í Hraunkass- ann á kvöldin; passa að klára ekki upp úr honum en fá mér minna til að upplifa bragðið. Þá varð að lífsstíl hjá mér fyrir nokkrum árum að hreyfa mig daglega eftir að ég lenti í slæmum árekstrum því annars lægi ég rúmliggjandi í kör,“ segir Ósk sem fer í ræktina á hverjum degi. „Ég á alltaf epli því þau eru algjör galdur fyrir konur sem eru að taka sig á, sker þau niður og narta í á kvöldin.“ Ósk viðurkennir að hlutverk einstæðrar móður geti vissulega orðið yfirþyrmandi og ekki ganga upp nema með góðu skipulagi. „Þvottavélin stoppar ekki en ég brýt saman þvott yfir sjónvarpinu á kvöldin. Mamma kenndi mér að leyfa engin leikföng frammi í stofu nema í undantekningartilfellum, en börnin eru með þrjú herbergi til að leika sér í. Þá hef ég fyrir reglu að taka fram eina leikfanga- körfu í einu en til að það virki þarf maður að setjast niður með þeim í upphafi leiks því þá eykst áhug- inn og eirðarleysið víkur. Börnum líður best ef þau vita sín mörk, því annars vaða þau yfir mörk ann- arra og allir verða vansælir.“ Ósk kveðst nú hætt barneign- um. „Ég lifi fyrir börnin og ekk- ert betra í heiminum en að eiga þau mörg. Að eiga þrjú eða fimm er ekki svo mikill munur því strákarnir eru orðnir svo stórir að maður er orðinn meiri vinur en mamma. Ég get ekki beðið eftir að allir krakkarnir verði kominn á þennan aldur því það er svo gaman að eiga samfélag við börnin sín og sjá þau verða að manneskjum. Þá breytist hlutverkið úr umönnun í vináttu,“ segir Ósk sem veit hvað hún syngur um móðurhlutverkið. „Mikilvægasta gjöfin er tím- inn sem maður eyðir með börnum sínum. Að setjast niður með þeim og spila við þau í korter gerir þau að vinum manns. Ég ólst upp hjá ömmu sem spilaði við mig og afa sem kenndi mér á píanó, og það gaf mér mikið fyrir sálina. Við þurfum líka að muna að gefa börnum hvatningarorð því ef við gerum það ekki getum við ekki ætlast til að heimurinn geri það seinna meir. Sú vinna skilar sér líka í miklu betri krökkum.“ thordis@frettabladid.is Ósk segir epli galdur fyrir konur í átaki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Töfrahurð, tónleikaröð sem hóf göngu sína í Salnum í fyrra, hefur annað starfsár sitt með hrekkjavöku- efnisskrá fyrir krakka í Salnum á sunnudag. Dagskráin byrjar klukkan 13 og mun draugurinn Tíbri birtast og segja sögur af vinum sínum. Kammerhópurinn Sheherazade mætir ásamt dönsurum úr Listdansskóla Íslands og fjöllistamenn frá Götuleikhúsinu verða á staðnum. Krakkar eru hvattir til að mæta í búningum. Hin vinsælu byrjendanámskeið í Yogastöðinni Heilsubót Síðumúla 15, sími 588 5711 og 691 8565 Nýtt námskeið helgina 6. og 8. nóvember Innritun hafin á www.yogastodinheilsubot.is Vanir yogaiðkenndur eru hjartanlega velkomnir í hádegis og kvöldtíma Garnbúðin Gauja • Álfabakki 14a • Sími: 571-2288 mánudagskvöldið 1. nóvember frá kl. 19.00 til 21.30 í Garnbúðinni Gauju í Mjódd Margar nýjungar framundan Persónuleg þjónusta í notalegu umhverfi Mikið úrval af garni og prjónavörum. ALLT ÞAÐ FÍNA FRÁ KÍNA Gott úrval af lömpum, vösum og glæsilegri gjafavöru á frábæru verði HEILSUVÖRUR - HEILSUTE Sími: 553 8282 ¦ Skeifan 3j ¦ www.heilsudrekinn.is FJÖLBREYTT ÚRVAL AF FENG-SHUI VÖRUM Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Bæði námskeiðin hefjast 8. nóvember Fyrirlestur 6. nóvember Verð kr. 34.900 Skráning er hafin í síma 444-5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is Fimm tímar í viku – hreinsun, liðleiki og styrkur 3 tímar – jóga, liðleiki og öndun 2 tímar – léttar styrktaræfingar í tækjasal Tímar: 17:20 mán/mið/fös. Þjálfari er Sigríður Guðjohnsen NORDICASPA 28 daga hreinsun með mataræði og hreyfingu WWW.NORDICASPA.IS Hjá okkur nærðu árangri! Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Lúxusnámskeið NORDICASPA fyrir konur og karla 4 vikna Á námskeiðinu hreinsum við líkamann af óæskilegum eiturefnum, aukum getu hans til að vinna rétt úr fæðunni, aukum liðleika og styrk og komum þér af stað í nýjan lífsstíl! Ertu að glíma við: Mataróþol Matarfíkn og sykurlöngun Maga- og ristilvandamál Verki og bólgur í liðum Streitu, þreytu og svefnleysi Þunglyndi Aðra lífsstílssjúkdóma Síðasta námskeið fyrir jól Ríó tríóið heldur tón- leika í Salnum í kvöld og annað kvöld klukk- an 20. Á tónleikun- um flytur tríóið sín þekktustu lög. Tríóið skipa Helgi Pétursson, Ágúst Atlason og Ólaf- ur Þórðarson. Þeim til halds og trausts verða gítarleikararnir Björn Thoroddsen og Gunn- ar Þórðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.