Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 63
11 MENNING sem sagt Svanur Bergmundsson og murkaði allt lífið úr ljóðum sínum með því að lesa þau upp. (Ætli ég hefði verið tilbúin til að trúa því þá, hefði einhver hvíslað því að mér, að ég ætti eftir að eyða nótt með þess- um manni, og að hann ætti eftir að verða ungum manni að bana ekki svo löngu síðar?) Líklega var þetta eini skipulagði ljóðalesturinn sem ég hef mætt á um ævina. Upplest- ur Bóasar Valbergs hef ég ein- göngu heyrt úr útvarpi, og gott ef ekki sjónvarpi líka, og það er ein- mitt þaðan sem ég þekki svo vel þá rödd sem svaraði spurningu Jóns Magnússonar um það hvar þetta hefði gerst, þetta með Svan og ljós- myndarann. „Þetta var á Caruso. Ítalska veit- ingastaðnum í Bankastræti. Við fórum þangað með öðrum kunn- ingja mínum.“ Og við að heyra þau orð, Caruso og ítalska, fer ég aftur í hugan- um á Hornið við Hafnarstrætið, í þetta sinn á ljóðrænum nótum. Það var þar í kjallaranum sem gera má ráð fyrir að vörulager máln- ingar- og veiðarfæraverslunarinn- ar sem áður var á þessu horni hafi verið – að þar hafi verið að finna uppsprettu hinnar eftirminnilegu olíu- og tjörulyktar sem settist að í vitum mínum þegar ég var ung manneskja; þess keims sem er enn í huga mínum keimurinn af Íslandi áður en það varð útlent – þess tíma sem búinn er þeim töframætti að hafa verið ömurlegur þá en að vera yndislegur núna. „Caruso?“ hváði Jón. En um leið og Bóas tók fram í hvaða húsi staðurinn væri; það stæði á horni Ingólfsstrætis og Bankastrætis, „þar sem ártalið átján hundruð og eitthvað er í stað- inn fyrir húsnúmerið“, vissi Jón við hvaða hús hann átti. Og án þess að hann þyrfti sérstaklega að reyna að veiða upp úr Bóasi það sem hann fýsti að vita um hinn ógæfusama atburð í lífi félaga hans, beinlín- is rann frásögnin upp úr honum, með þeim sérstaka talanda og tóni sem jafnvel Jón, hinn mikli efa- semdarmaður um gildi ljóðlistar- innar og það fólk sem hana stund- aði, kunni ágætlega að meta. Þótt Bóas væri án nokkurs vafa búinn að rekja atburði þessa kvölds fyrir lögreglunni fór ekkert á milli mála að hann hafði virkilega þörf fyrir að deila þessari reynslu sinni með fleirum: Þeir Svanur höfðu farið út að borða í tilefni af því að kunningi Bóasar – þessi sem hann hafði nefnt; myndlistarmaður sem nýlega flutti til Færeyja – var í stuttri heimsókn á landinu. Áður en þeir fóru á Caruso höfðu þeir litið inn á litlum bar ofarlega á Laugaveginum og drukkið nokkra bjóra, og Svan- ur, sem hafði átt erfiðan dag – eitt- hvað með barnsmóður hans að gera – var orðinn töluvert ölvaður þegar þeir settust inn á veitingastaðinn í Bankastrætinu. Stuttu áður en þeir pöntuðu matinn hefði síðan ljós- myndarinn komið inn á staðinn, í fylgd með ritstjóra blaðsins, þess sem birti myndina af Svani … Hér þurfti Jón reyndar að stöðva Bóas; hvaða mynd ætti hann við? „Þú vissir af því, var það ekki?“ Bóas tók sér síðan góðan tíma í að útskýra „forsögu málsins“: mynd- ina sem hafði birst af Svani í blað- inu, þá sem varð til þess að hann réðst á ljósmyndarann. Nokkrum dögum áður hafði verið opnuð í Kópavogi ný leikfanga- verslun, stærri en allar aðrar af þeirri tegund á landinu – eitthvert útibú frá erlendri búð – og Svan- ur, sem langaði til að gleðja litlu dóttur sína, sex ára stúlku sem hann hafði hingað til haft mjög lítil afskipti af – ekki síst vegna erfiðs samkomulags við móðurina – ákvað að líta í þessa nýju versl- un; það hefðu verið auglýstir him- inháir afslættir daginn sem búðin var opnuð, svokölluð opnunartil- boð. Hann hafði tekið strætisvagn í Kópavoginn – með því að nefna smáatriði sem þetta var augljóst að Bóas vildi afla félaga sínum samúðar – og þegar hann kom að leikfangabúðinni hafði myndast þar löng röð viðskiptavina, sem hann varð óhjákvæmilega hluti af; röð sem skilaði honum hálftíma síðar inn í slík þrengsli í búðinni að hann mátti hafa sig allan við að verða ekki undir í troðningn- um. Það var síðan á miklu átaka- augnabliki, þegar þrýstingurinn frá ákafri röðinni fyrir aftan Svan var sem mestur, að ljósmyndarinn ungi náði að fanga mómentið (svo notast sé við orð Bóasar); móment- ið sem birtist svo sem ljósmynd daginn eftir í blaðinu; mynd sem sýndi Svan í forgrunni, með aðra höndina útrétta, eins og hann væri í örvæntingu að teygja sig í átt að ódýrasta leikfangakassanum. Andlitssvipur hans gaf þar að auki ótvírætt til kynna (í augum þeirra lesenda blaðsins sem ekki vissu betur) að þessi maður í leikfanga- búðinni – þessi miðaldra maður með alskeggið og hattinn – „ætlaði sér stóra hluti“ innan um opnunar- tilboðin, enda hefði textinn undir myndinni ýtt mjög undir þá túlkun. (Hér verð ég að játa að orðalagið er ekki eingöngu á ábyrgð Bóasar.) Að sjá þessa mynd af sjálfum sér í blaðinu hafði verið áfall fyrir Svan. „Hann fékk algert sjokk þegar hann sá þetta,“ útskýrði Bóas. Fyrir ljóðskáld að fá mynd af sér í blaði þar sem hann lítur út fyrir að vera heltekinn af þeirri fíkn nútímamannsins sem fagur- fræði skáldanna gengur jafnan helst út á að hafna, jafngilti opin- berri aftöku – hann hlyti að koma auga á það, „er það ekki?“ Það var Bóas sem spurði Jón þeirrar spurn- ingar. Og Jón tók heilshugar undir það; það hlyti að vera erfitt, eink- um og sér í lagi fyrir ljóðskáld. „Bara hvaða listamann sem er,“ leiðrétti Bóas, og Jón samsinnti því líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.