Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 66
34 30. október 2010 LAUGARDAGUR F yrstu skrif um „mynd- segulbandstæki“ í íslenskum dagblöð- um má finna í Vísi í febrúar 1965, þar sem blaðamaður skrifar hrifinn um þá miklu byltingu sem Philips-fyrirtækið hafi valdið með framleiðslu á litlum og viðráðan- legum tækjum sem kosti innan við fimmtíu þúsund krónur. Það er svo um fimmtán árum síðar, í upphafi níunda áratugar- ins, sem umræða um „video“, tekur gríðarlegan kipp enda myndbandaleigur þá farnar að spretta upp eins og gorkúlur um land allt. Í lok árs 1981 kemur fram í Morgunblaðinu að slíkar leigur séu orðnar á þriðja tug í höfuð- borginni einni, en fjórum árum síðar birtist frétt í Víkurfréttum þar sem talað er um hinn vídeó- vædda bæ Keflavík. Við Hafnar- götuna, sem sumir vilji nú nefna „Vídeógötu“, stóðu þá sjö vídeó- leigur, þar af sex á kaflanum frá húsi númer 16 til 38. Leigunum átti svo eftir að fjölga verulega eftir því sem mynd- bandstækjaeign landsmanna varð almennari. Blaðamaður Frétta í Vestmannaeyjum áætlar í mars 1982 að myndbandstæki séu á yfir helmingi heimila í Eyjum. VHS- tækin séu algengust, BETA-tækin standi þeim nokkuð að baki í vin- sældum en V-2000 tækin séu ein- ungis tíu til fimmtán talsins. Falcon Crest og Strumparnir Vídeóvæðingin var fljót að breið- ast út og oft þröng á þingi á leigun- um í árdaga hennar á Íslandi. Af fréttum má merkja að fyrst í stað nutu kvikmyndir af flestum toga og barnaefni mestra vinsælda, en fljótlega fóru erlendar sjónvarps- þáttaseríur að ryðja sér til rúms á markaðnum. Á lista DV yfir vin- sælustu myndböndin í byrjun maí 1985 sést til að mynda að þættirn- ir Return to Eden, Falcon Crest og Strumparnir eru einna mest leigðir út. The Naked Face með gömlu kempunum Roger Moore og Rod Steiger í aðalhlutverkum trón- ir á toppi listans yfir kvikmyndir, en á honum má einnig finna meðal annars Conan the Destroyer með Arnold Schwarzenegger og hið rúmlega tuttugu ára gamla kvik- myndastórvirki Arabíu-Lawrence, merkilegt nokk. Ekki er birtur sérstakur listi yfir vinsælustu myndböndin í KV, eða Kristilegu vídeóleigunni, sem hjónin og Hvítasunnusafnaðar- meðlimirnir Andrés Guðbjartsson og Rut Rósinkransdóttir opnuðu snemma árs 1984 í Barðavogin- um í Reykjavík. Tilkoma myndbandanna breytti líka miklu fyrir líf sjómanna um borð í skipum, eins og kemur fram í Sjómannablaðinu í lok árs 1982. Þar er Björgvin Ólafsson, eigandi Vídeo-Vals við Hverfisgötu, spurð- ur hvers konar myndir séu vinsæl- astar um borð og ekki stendur á svarinu: „Djarfar myndir og hryll- ingsmyndir eru lang vinsælastar. Menn vilja fá eitthvað spennandi. Ég hef reynt að vera með ann- ars konar efni, t.d. fræðslumynd- ir, íþróttamyndir o.þ.h. en þær hreyfast varla nokkuð.“ Helbláar á bak við Deilur um áhrif sjónvarpsgláps á börn og unglinga eru ekki nýjar af nálinni, eins og pistill Bjarg- eyjar Elíasdóttur fóstru í Sjónar- horni Þjóðviljans í nóvember 1982 sýnir: „Það þekkist að for- eldrar safni auglýsingum á mynd- band fyrir börn sín og stór hópur barna fær það nesti fyrir svefn- inn að innbyrða auglýsingadag- skrá sjónvarpsins … Látum sjón- varp ekki stjórna okkur, né heldur uppeldi barna okkar,“ er heilræði fóstrunnar. Fyrrnefndar „djarfar myndir“ voru einnig uppspretta mikilla deilna í þjóðfélaginu. Í júlí 1982 birtir Helgarpósturinn heilsíðu- grein um óformlega rannsókn á því hvort eitthvað sé hæft í þeim sögusögnum að „í vídeóleigum borgarinnar sé hægt að fá leigðar klámmyndir sem brjóta í bága við lög um drefingu kláms,“ og kemst að því að sú sé vissulega raunin. „Fölbláar“ myndir séu hafðar til sýnis í hillunum en þær „helbláu“ faldar bak við borðið. Blaðamaður gengur svo langt að kanna inni- hald einnar þeirra síðarnefndu og er allt annað en upprifinn yfir innihaldinu: „Við getum tekið eina sem dæmi. Hún var bandarísk, gerð í Kaliforníu, en titillinn hermdur upp á Svíþjóð. Myndin hófst á ein- hverri útiskemmtun þar sem tveir karlmenn og ein kona hittust. Þau yfirgáfu svæðið eftir nokkur orðaskipti og leikurinn barst inn i einhverja glæsihöll. Þar var enn skipst á nokkrum orðum og svo fóru þremenningarnir að fækka fötum. Eftir það varð myndin ansi einhæf. Þau skötuhjúin eðluðu sig í öllum hugsanlegum stellingum og flest skotin voru nærmyndir af líffærum í „fúllsving“. Svo fengu allir fullnægingu og myndin búin. Næsta mynd gjöriðisvovel.“ Þöglar myndir ólöglegar Það er þó ekki fyrr en árið 1984 sem bera fer á fregnum um stór- felldar rassíur lögreglu á mynd- bandaleigur í þeim tilgangi að gera upptækar gríðarlegar birgð- ir af ólöglegu efni. Það ár stofn- uðu eigendur rúmlega fimmtíu myndbandaleigna á höfuðborgar- svæðinu með sér samtök til að annast sameiginleg hagsmunamál leignanna, meðal annars gagnvart Samtökum rétthafa myndbanda á Íslandi (SRMÍ), en hálfgert stríðs- ástand hafði ríkt milli þessara aðila frá upphafi vídeóvæðingar- innar. Ófriðurinn ríkti meðal annars vegna deilna um ólöglegar fjölfald- anir á myndum og einnig um sýn- ingar í svokölluðum kapalkerfum fjölbýlishúsa. Um eina slíka rassíu, sem fram fór snemma árs 1987, skrifar blaðamaðurinn Gunnar Smári Egilsson hjá Helgarpóstin- um, að uppskera lögreglumanna hafi í sumum tilfellum verið bros- leg: „Magnús [G. Kjartansson, for- maður SRMÍ] hafði gefið þeim þá forskrift að allar ótextaðar spólur væru í raun ólöglegar. Það leiddi til þess að þöglar myndir voru tekn- ar traustataki og auk þess nokk- ur eintök af íslensku efni, sem að sjálfsögðu var ótextað.“ Slíkar rassíur héldu áfram langt fram á tíunda áratuginn, en málið virðist þó hafa leyst nokkuð far- sællega að lokum. Fækkun leigna síðustu ár Vafalaust stuðla margir ólíkir þættir, til að mynda tilkoma inter- nets og niðurhals og lækkandi útsöluverð DVD-mynda, að mik- illi fækkun myndbandaleigna á Íslandi hin síðari ár. Um miðja síðustu öld spáðu því margir að sjónvarpið myndi senn ganga af kvikmyndaiðnaðinum dauðum, en höfðu rangt fyrir sér. Líklegt er að spádóma um dauða vídeóleigunn- ar bíði sömu örlög. Myndsegulbandsvæðingin mikla Að horfa á myndband er góð skemmtun. Það þótti í það minnsta landsmönnum sem tóku tækninýjungunum fagnandi í upphafi níunda áratugarins. Kjartan Guðmundsson hnýstist í gömul blöð og rifjaði upp blaðaskrif um kapalkerfi, BETA og bláar myndir. VHS OG BETA Þessi unga stúlka hafði um nóg að velja í hillunum á Myndbanda- leigu kvikmyndahúsanna í ágúst 1982. Myndir með íslenskum texta eru sérstak- lega merktar. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR EKKERT SJÓNVARP Í JÚLÍ Þættirnir um Ewing-fjölskylduna í Dallas voru eitt vinsælasta sjónvarpsefni níunda áratugarins. Þessi ljósmynd er tekin í júlí árið 1984, þegar eftir- spurn eftir þáttunum á myndbandi var greinilega mikil vegna sjónvarpsleysisins. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Í janúar árið 1992 eignaðist átta ára stúlka í Reykjavík myndband með teiknimynd um Strumpana, sem Laddi talsetti. Þegar myndinni lauk brá foreldrum stúlkunn- ar heldur betur í brún, því þá tók við brot úr grófri klámmynd. Foreldrarn- ir sneru sér til Neytendasamtakanna og kærðu sölu myndbandsins til lögreglunn- ar. Í ljós kom að Strumpamynd með klámi í endann hafði áður sloppið út á markaðinn og rak talsmaður Steinars hf., dreifingar- aðila myndarinnar, mistökin til fyrirtæk- is sem útvegaði auðar spólur til fjölföldun- ar. Vakti málið mikla athygli og grínuðust meðlimir Spaugstofunnar meðal annars með það í þætti sínum á RÚV, en í meðförum Spaugstofunnar var „Æsti-strumpur“ í aðalhlutverki. ■ KLÁM Á STRUMPAMYNDBANDI Jólabasar Kvennadeildar Rauða krossins Verður haldinn sunnudaginn 31. október frá kl. 13 - 16 í húsi Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9. Á boðstólum verða fallegir handunnir munir er tengjast jólunum og heimabakaðar gómsætar kökur. Kaffisala. Verið velkomin. Allur ágóði af sölunni rennur til Drekaslóðar, sem eru ný samtök sem berjast gegn hvers kyns ofbeldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.