Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 78
46 30. október 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég hef ekki hitt hana Gerði í mörg ár. Ætli hún sé ekki enn að mæta í bingó og sitji þar prjónandi? Týpísk Gerður! Elza! Hefurðu séð baðöndina mína? Nei, því miður Günther minn. Ansans! Hann þarf ekkert að vera svona! Hann notar bara baðhettu út af exeminu á höfðinu! Ókei... Hlaut að vera! Hæ mamma. Þetta er ég. Ég veit að þú vilt fylgjast með ferðum mínum, sérstaklega þegar ég er með vinum mínum, svo ég er bara að láta vita af mér. Palli, þú ert inni í stofu. Nú, þannig að það þarf bara stundum að fara eftir reglunum? Það er svo gaman að þú fáir að gista hér meðan foreldrar þínir eru í burtu. Sam- mála. Flott hús, mjög forvitnilegt. Og þegar ég segi „forvitnilegt“ meina ég „skrítið“. Góða nótt stúlkur, sofið rótt. Það virðist einkenna Íslendinga um þess-ar mundir að skiptar skoðanir leiði aldrei af sér frjóa og skapandi umræðu. Kannski eru það vonbrigðin með hið nýja Ísland eða öllu heldur lífseigju hins gamla sem valda því. Þess í stað hleypur fólk upp í fylkingar, fullt tortryggni og gremju, sem gelta hvor á aðra. Nýjasta dæmið er tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um breytt samskipti skóla og lífsskoðunarfélaga. Þar er önnur fylkingin skipuð andlegum öreig- um og gott ef ekki siðblindum fjendum guð- rækni og góðra siða líka, ef marka má hina sem virðist, samkvæmt þeirri fyrrnefndu, vera skipuð talsmönnum trúboðs í skól- um sem vilja að valdagráðug ríkiskirkja fái óáreitt að heilaþvo ungviði borgar- innar í óþökk foreldra þess. ÉG held að hvor fylking sé hugarburður hinnar. Ég held að báðar fylkingar að hyllist mannréttindi, trúfrelsi og jafnrétti trúar- og lífsskoð- ana og vilji tryggja æskunni haldgóða og óhlutdræga þekkingu á umhverfi sínu og menningu. Þar eru trúarbrögð og trúararfur stór þáttur. Reynslan sýnir að þekkingar skortur elur á útlendingahatri og fordómum. Fólk óttast það sem það þekkir ekki. Víðsýni og umburðar- lyndi eru skilgetin afkvæmi upplýsingar og menntunar. Um það held ég að báðar fylk- ingar séu sammála. Í 2. GR. viðauka nr. 1 við samning Evrópu- ráðsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis (Mannréttindasáttmála Evr- ópu), sem Íslendingar eru aðilar að, segir m. a.: „Hið opinbera skal í öllum ráðstöfun- um sínum, er miða að menntun og fræðslu, virða rétt foreldra til þess að tryggja það að ... menntun og fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra.“ Lítill hluti Íslendinga, einkum trúlausir húmanistar, telur núverandi fyrirkomulag brjóta í bága við þetta ákvæði. Það er auðvitað með öllu óviðunandi og úr því verður að bæta. En það verður ekki gert með því að brjóta þessi nákvæmlega sömu réttindi á öðrum. HÆTTUM að gelta hvert á annað. Réttsýnt og skynsamt fólk, sem er annt um mann- réttindi og trúfrelsi, hlýtur að geta sest niður með sáttfýsi og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi og komist í sameiningu að vitur legri niðurstöðu. Ég neita að trúa öðru en að við getum komið okkur upp þjóðfélagi þar sem mannréttindi allra eru virt, ekki bara meirihlutans. Og þaðan af síður bara minnihlutans. Náungakærleikur felst í því að opna dyr, ekki loka þeim. Gelt geltLÁRÉTT2. blöðru, 6. spil, 8. krot, 9. jarð- sprunga, 11. tveir eins, 12. goðmögn, 14. masar, 16. grískur bókstafur, 17. þrí, 18. mjög, 20. tónlistarmaður, 21. steintegund. LÓÐRÉTT 1. eymsl, 3. hróp, 4. lægsta stig, 5. sarg, 7. lengdareining, 10. svif, 13. hnoðað, 15. land, 16. fálm, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. bólu, 6. ás, 8. pár, 9. gjá, 11. gg, 12. tótem, 14. malar, 16. pí, 17. trí, 18. all, 20. kk, 21. talk. LÓÐRÉTT: 1. bágt, 3. óp, 4. lágmark, 5. urg, 7. sjómíla, 10. áta, 13. elt, 15. ríki, 16. pat, 19. ll. Þessar niðurstöður líta ekkert allt of vel út. Ertu viss um að þú sjúgir nóg blóð úr öllum blóðflokkum? Sýningar í fullum gangi Sýningadagar Lau. 30/10 kl. 13 Örfá sæti Sun. 31/10 kl. 14 Uppselt Lau. 6/11 kl. 14 Örfá sæti Sun. 7/11 kl. 14 Örfá sæti Lau. 13/11 kl. 14 Örfá sæti Sun. 14/11 kl. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.