Þjóðernissinninn - 13.06.1934, Blaðsíða 1

Þjóðernissinninn - 13.06.1934, Blaðsíða 1
ernissmninn Útgefandi: Flokkur pjóðernissinna * Vestmannaeyjum, t3. im 19% i. ár. 2. tbi: OLÍUVERÐIÐ. Ef bátaeigendur sjálfir beita sér fyrir hag- kvæmari olíukaupum, er létt verk að lækka o 1 í u v e r ð i ð . Væri ekki auðvelt fyrir Vestmanneyinga, Keflvíkinga og Akurnesinga að stofna með sér félag til oiíukaupa? Það "hefir verið á allra vitorði í f jölda- mörg ár, að olíuverð hér á Islandi ei helmingi hærra en í nágrannalöndunum. Þetta er svo að segja daglega upplýst með þeim olíureikningum, sem menn eiga víðsvegar að frá öðrum löndum yfir þá olíu, sem aðkeyptir bátar nota til hingaðkomu. Siðastliðinn vetur keypti sá, sem þetta ritar, olíu fyrir 81 eyrir íslenzkan kílóiö flutt um borð í skip í Danmörku á sama tíma og verðið á samskonar olíu var 17 aurar fyrir kílóið í Reykjavík, eða 100% dýrara en í nágrannalöndunum. Ef vélbátaeigendur byggðu sér sjálf- ir olíugeyma, er væru við þeirra hæfi og tæki 200 til 400 smálestir af olíu hver, mundi olíuverðið geta lækkað strax um 40—60%. Slíkir olíugeymar, sem þessir, kosta al- tilbúnir 12—18 þús. krónur hver. Til byggingar olíugeymanna ætti Fiskiveiða- sjóður að lána útgerðarmönnum pen- ingana, ef hann þá ekki er uppétinn eins og flestir aðrir .sjóðir. Sama er að segja um smurningsolíuna. Hún er 40—70 krónum dýrari hvert fat hér á Islandi en erlendis. Þetta er hægt að sanna með reikningum. Þó svo, að menn vildu ekki til að byrja með byggja sér olíugeyma sjálfir, þá er enginn vafi á því, að ef útgerðarmenn stæðu saman um olíukaup sín, væri hægt að fá olíuna mun ódýrari en nú er, og það hjá þeim félögum sem verzla með olíu á Islandi nú. Væri ekki rétt, að stærstu útgerðar- plássin kysu nefnd í þetta mál og legðu svo tillögur sínar fyrir útgerðarmenn áð- ur en næsta vertíð byrjar? Öskar Halldórsson. Gegn íhaldi og marxisma. Jóhann Þ. Jósefsson lét sér þau orð um munn fara á síðasta fundinum, sem við þjóðernissinnar héldum hér í Vest- mannaeyjum, að störf okkar og stefna væru aðfluttur varningur og að við heíð- um gleypt kenningar þýzkra þjóðernis- jafnaðarmanna hráar og að stefna okk- ar gæti því ekki samrýmzt hugsunar- hætti Islendinga. J. Þ. J. veit þó ósköp vel að þetta er ekki rétt — hann veit það að þjóðernisstefna hverrar þjóðar er og verður alltaf bundin innan takmarka þjóðarinnar. Hann veit einnig ósköp vel að það er eðlilegur gangur þróun- arinnar að þjóðir nemi það bezta hver hjá annari og hagnýti sér reynslu og þekkingu þeirra, sem lengra eru komn- ar á einhverju sviði. J. Þ. J. veit líka, þótt hann tali öðruvísi, að þjóðernis- stefnan berst ekki fyrir innilokun og kyrstöðu — eins og íhaldið, ekki fyrir þrælaríki marxista né stéttaeinræði. Þjóðernisstefnan berst ekki vegna flokks- eða einkahagsmuna manna, nó smámunalegu dægurþras, heldur berst hún markvissri baráttu við undirrót hinna þjóðfélagslegu meina, við þjóð- skipulagið, þingræðið, peningavaldið, stéttahatrið eigingirnina, öfundina, at- vinnuleysið og íhaldið, þetta allt verður að víkja, hugsunarháttur þjóðarinnar verður að breytast og blekkinga- og aft- urhaldspostularnir að fá sér hvíld eftir mikið og íllt starf. — Frá sjónarmiði heilbrigðrar skynsemi er ekki hægt að ásaka þá fyrir eyðileggingu, sem eyði- leggja undirrót eyðileggingárinnar. Það er líka jafn eðlilegt, að þeir, sem hafa gert sér vonir um að geta kyrkt hættu- legasta óvin afturhaldsins, verði fyrir vonbrigðum, þegar hann sleppur úr greipum þeirra og vinnur huga og kraft þjóðarinnar. Nú stendur Flokkur þjóðernissinna frammi fyrir andstæðingum sínum. Hann ákærir þá alla — hann leiðir þeirra eigin gjörðir sem vitni, og þjóð- in sjálf skal dæma. — Af rústum íhalds og marxisma skal hið nýja Island rísa frjálst og voldugt og sterkt. H. S. J. ísleifur hvað lieflr 5Ú pt? Mörg undanfarin ár hefir þú reynt að ná tangarhaldi á okkur ungu mönnun- um. Þú hefir blásið í okkur öllu því versta, sem þú hélst að í okkur mundi ganga, og þér hefir aldrei liðið eins vel og þegar þú vissir, að illa gekk fyrir mótstöðumönnunum og illa var um þá talað. Þú hefir rekið úr flokki þínum fjölda okkar ungu mannanna, sem voru miklu betri og hreinni flokksmenn en þú sjálf- ur. — Nú er svo komið fyrir jþér, að fylgi þitt er að flosna upp og hverfa frá þér, og ert þú því orðinn miklu mjúkari á mann- inn en áður. Þú veizt, að Kolka-málið spurðist illa fyrir, og var það þér að kenna, að Kolka fór héðan. Þar hjálpaðir þú sjálfstæðis- mönnum til að vinna illt verk, sem'Vest- mannaeyingar munu lengi muna. Vestnumneyirtgur. Þeir, sem kjósa Ihaldið, kjósa ósjálf- stæða menn, sem ganga kaupum og sölum með sannfæringu sína frá degi til dags við rauðu flokkana. Hver sá, sem greiðir Jóhanni atkvæði, stuðlar að pingsetu ísleifs eða Páls. I»ví verda allir ad kjósa Ó8KAR

x

Þjóðernissinninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðernissinninn
https://timarit.is/publication/656

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.