Alþýðublaðið - 23.08.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.08.1923, Blaðsíða 3
XtBVBOMEABffB DagsverkaB faf ímar tíl Alliýðuhiúmmíeim. Þessir menn hafa lagt fram dagsverk ttl Alþýðuhiíssins, síðan síðast var skýrt frá þeim: Jón sBenediktsson Skólavöiðustíg 36, Felix Guðmundsson, Ögmundur Friðfinnsson Suðurpóli, Sigurður Sæmundsson. Hverfisgötu 47, Grímur Jónsson Laugavegi 66, Sigurður Ólafsson Hverfisg. 71, Guðtnundur Helgason Njálsg. 13, Haraldur Pálsson PálshúsiKlapp- arstíg, Kristinn Á. Kristjánsson Bergstaðastr. 34 B, Guðmundur Gnðjónsson Grettisgötu 43. Skrítla. Stulka var á gángi á götum Kaupmannahafnar. Úti var sólskin og sunhangola. f'á andvarpaði hún: >I?etta er iueiri hitinn! Ef ekki væii andvarinn, þá held ég, að ég stiknaði.* Rétt í því sagði önnur stúlka skamt frá: >I?etta er ljóti gusturinn! Ef ekki nyti sóiar, þá skylfi ég eins og hundur<. Quðm. B. Olafsson úr Grindavík þýddi lausl. M ymsum hlilum. Nýja speki þykist >Vísir« sjálf- sagt hafa fundið upp, er hann heldur því fram, að atvinna manna skifti engu fyrir lífsskoðanir þeirra Hitt er anDað, hversu honum tekst að vinna speki þessavi íylgi. Hing- að til hefir mönnum þótt akoð- anir þær, er ritstjórinn flytur í blaðinu, í góðu samræmí við það, að hann stýrir auglýsingablaði. „Morgunblaðið';birtirnúhverja gieinina eftir aðra um ýms orð, er notuð eru í umræðum um stjórnmál nútímans, en hugmynd- irnar hafa einhvern veginn orðið utan veltu við orðin; vera má, að þaö stafl af því, að þær eru ritaðar f svo ferhyrndum atil, að fullkomin hætta er á þvi, að þær grýti frá blaðtetrinu þessa fáu lesendur, sem enn halda tryggð við það vegna ritstjórans, svo að eins tómlegt verði innan skamms kring um blaðið og í því. Allar seru þessar grýtingargreinar siáanlega eftir sama manninn, þótt ýmia nöfn standi undir þeim. Nýtt met ííslenzkumníðingsskap" var sett í Hafnarflrði við ráðningu háaeta á togarann >Ými<. Eða hvað verður það annað kallað að ráða ötula og hrausta sjómenn fyrir sultárlaun, þótt 5 aura aukaþókn- un fylgi, meðan skipstjóri og út- gerðarstjóri hafa hærri laun en allir hásetarnir? Auðvitað varð framkvæmdarstjóri einhvers staðar að ná í tekjuauka handa hluthöf- um, ef það er satt, að laun hans hafl verið hækkuð alt að helmingi, auk hækkaðra launa endurskoð- enda, sem var mjög hyggilegt,' ef yerða kynni, að þeir sæju þá bet- ur, af hverju útgerðarkostnaðurinn er avo gífurlega hár. Einn af hluthöfunum. Sdgar Rica Burróughi: Dýp TafaeanBi hann heyrði getið um svertingjakonuna, að hun yrði líka tekin. Þegar Kai Shang og Momulla komu aftui;, þótt- ust þeir ekki þurfa Gustavs lengur í við. Þeir gengu beina leið að tjaldi Því, sem þeir töidu víst að hann dveldi f. Er þeir gengu til tjaldsins, þuklaði Momulla um skaftið á löngum skeiðarhníf sínum. Parið hefði um Svíann, hefði hann sóð þetta, eða befði hann getað lesið í huga svertingjans. Svo vildi til, að Gústav var staddur í tjaldi matsveinsins, sem var rétt hjá hans eigin tjaldi. Hann heyrði því þá fól'aga koma, þótt hann dreymdi ekki um, að erindi þeirra snerti hann sérstak- lega. Af tilviljun leit hann þó út úr tjalddyrunum, um leið og Kai Shang og Momulla nálguðust tjald- dyr hans, og honum sýndist þeir fara laumulega, eins og ekki væri friðar að vænta, og rétt í því þeir fóru inn úr dyrunum, sá hann bregða fyrir hníf, sem Momulla hélt fyrir aftan bakið. Svíinn glenti upp aúgun, og hárin risu á höfði hans. Hann fölnaði upp, Samstundis fór hann úr tjaldinu. Hann fýsti sízt að grandskoða það, sem hánn þóttlst gerla vita. Hann ver vís um, að Kai Shaag og Momulla sóttust eftir lífi hans, Hingað til hafði hann verið öruggur vegna þess, að enginn gat stjórnað skip- inu nema hann. En nú hafði eitthvað skeð, sem hann ekki vissi, er gerði nærveru hans óþarfa. Viðstöðulaust skundaði Gústav yfir ströndina og inn í skóglnn. Hann óttaðist myrkviðinn; undarleg hljóð bárust um hann; — blærinn hvein ömurlega í trjánum. En þótt Gúatav hræddist myrkviðinn, hræddist hahn r'þ6 þá Kai Shang enn þá meira. Hættur myrkviðarins yoru meira og minna ímyndaðar, en hættan, aem honum Btafaði af félögum sínum, var augljós. Hann kaus því skóginn. ÞeÍP9 sem vilja eignast verulega góða og skemtilega Bögubók, ættu ekki að láta það dragast lengur að ná í Tarzan-sögurnar. Tvö heftin, sem út eru komin, fást enn á afgreiðslunni. — Kaupið heftin, jafnóðum og þau koma út, til þess að missa ekki af þeim. Kiaisaö3K3œE3SSí235ESE3íS3ESS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.