Póst- og símatíðindi - 01.06.1959, Blaðsíða 2

Póst- og símatíðindi - 01.06.1959, Blaðsíða 2
2 Stóra-Bretland hefur þó gert ýmsar undanþágur við ákvæði alþjóðapóstböggla- samningsins í lokabókun hans, sem einnig gilda í viðskiptum við ísland. Enn fremUr hefur af þessu leitt nokkrar breytingar á póstkröfubögglaviðskiptum, þar eð Stóra- Bretland er ekki aðili að alþjóðapóstkröfusamningnum. Hér á eftir er gerð grein fyrir þessum breytingum, sem íslenzka póststjórnin hefur samþykkt: 1. 116. gr. alþjóðapóstbögglasammngsins gerir ráð fyrir, að sendandi bögguls geti beðið um að afhenda böggul gjaldfrjálsan, eftir að honum hefur verið skilað til flutnings. Þelta er ekki hægt í viðskiptum við Stóra-Bretland (sjá III. gr. 2. lið lokabókunar alþjóðapóstbögglasamningsins). 2. Eftirtaldar reglur gilda um póstkröfuböggla: Reglur um skipti á póstkröfubögglum. I. Almcnnar reglur. 1. Skiptast má á bögglum með áhvílandi póstkröfu milli Sameinaða konungsrík- isins og íslands. 2. Nema öðruvísi sé ákveðið hér að neðan, gilda þau ákvæði alþjóðapóstböggla- samningsins, sem geta tekið til böggla, sem skipzt er á milli beggja póststjórn- anna, einnig um póstkröfuböggla. 3. Báðar póststjórnirnar samþykkja að veita viðtöku póstkröfubögglum í transít um þjónustur sínar. Reikningar varðandi hinar innheimtu póstkröfuupphæðir skulu gerðir og jafnaðir beint milli póststjórna uppruna- og ákvörðunarlanda póstkröfubögglanna. , 11. Póstlcrafa. 1. Upphæð póstkröfunnar skal tilgreind í mynt upprunalands böggulsins. 2. Hámarksupphæð póstkröfu er ákveðin sem hér segir: (a) jafngildi 40 sterlingspunda, ef um er að ræða böggul, sem afhenda á í Sameinaða konungsríkinu. (b) íslenzkar krónur 2 850.00, ef um er að ræða böggul, sem hin póststjórnin á að afhenda. 3. Við útreikning póstkröfupphæðarinnar, skal broti úr pennýi og broti, sem er minna en 50 aurar, sleppt. 111. Viðbótargjöld. 1. Jafnframt gjöldunum fyrir almenna böggla eða böggla með tilgrcindu verði, eftir því sem við á, skal greiða aukagjöld sem hér segir: (a) aukagjöld ákveðin af póststjórn upprunalandsins og greidd af sendanda: (I) Sérstakt póstkröfugjald að upphæð 2% d fyrir hvert 1 sterlingspund eða brot úr 1 sterlingspundi af póstkröfuupphæðinni og afhendingar- gjald 2 d fyrir hvern böggul settan í póst í Sameinaða konungsríkinu. (II) Fastagjald, 3 islenzkar krónur og 0.50 kr. fyrir hverjar 100 kr. eða brot úr 100 kr., ef um er að ræða böggul settan í póst á íslandi. (b) aukagjöld ákveðin af póststjórn ákvörðunarlandsins og greidd af við- takanda: (I) 4 d fyrir hvern böggul, sem afhentur er í Sameinaða konungsrikinu. (II) Ekkert fyrir böggul, sem afhentur er á íslandi. IV. Scnding póstkröfuupphæðar. 1. Upphæð innleystrar póstkröfu skal greidd með póstkröfuávísun, útgefinni gjald- frjálst.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.