Póst- og símatíðindi - 01.06.1959, Blaðsíða 5

Póst- og símatíðindi - 01.06.1959, Blaðsíða 5
5 2. Póstkröfuávísanir, sem ekki hefur reynzt kleift að afhenda viðtakendum innan gildistíma þess, sem reglurnar um póstávísanaþjónustuna milli beggja póst- stjórnanna kveða á um, skulu að gildistímanum liðnum kvittaðar af póststjórn útborgunarlandsins og innheimtar frá póststjórninni, sem gaf þær út. 3. Póstkröfuávísanir, sem hafa verið afhentar viðtakendum og þeir hafa ekki krafizt útborgunar á innan gildistíma þess, sem reglurnar um póstávísanavið- skipti heggja póststjórnanna kveða á um, skulu endurnýjaðar með útborg- unarheimildum. Þessar útborgunarheimildir skulu gefnar út af póststjórninni, sem innheimti póstkröfuna, eins fljótt og hún getur fullvissað sig um, að frum- ávísanirnar hafi ekki verið borgaðar út innan gildistímans, og skulu þær kvitt- aðar af hinni póststjórninni, sem skal innheimta upphæðirnar fyrir þetta í fyrsta reikningi, sem útbúinn er eftir viðtöku þeirra. 4. Upphæð póstkröfuávísunar, sem einhverra hluta vegna er ekki hægt að greiða viðtakanda, fellur í hlut póststjórnar upprunalands böggulsins við lok löglegs gildistíma. Póststjórnin, sem gefur út slíka póstkröfuávísun, skal tilkynna hinni póststjórninni, ef upphæðar ávísunarinnar er ekki krafizt. 5. Póstkröfuávísanir, sem ekki er hægt að borga út vegna einhvers konar mis- fellna í framkvæmd hjá ákvörðunarpósthúsi böggulsins, skulu endursendar því pósthúsi eins fljótt og hægt er, opinberlega skráðar til leiðréttingar. XVI. Ákvörðun ábyrgðar vegna póstkrafna. 1. Póststjórn upprunalands böggulsins greiðir sendanda hinar innheimtu upp- hæðir fyrir hönd póststjórnar ákvörðunarlandsins. Á sama hátt skal greiða bætur þær, sem mælt er fyrir um í XVII. gr., fyrir hönd póststjórnar ákvörð- unarlandsins, ef sú síðarnefnda er ábyrg. 2. Eftir afhendingu er póststjórn ákvörðunarlandsins ábyrg fyrir upphæð póst- kröfunnar, nema hún geti: (a) sannað, að misfellurnar séu að kenna broti póststjórnar upprunalandsins á reglunum eða (b) sýnt fram á, að böggullinn og tilheyrandi fylgibréf, ef það er notað, hafi ekki borið auðkennin, sem fyrirskipuð eru fyrir póstkröfuböggla. XVII. Bætur fyrir óinnheimtar, skakkt innheimtar eða sviksamlega innheimtar póstkröfur. 1- Ef böggullinn hefur verið afhentur viðtakanda án þess að krafan væri inn- heimt, skal sendanda úthlutað slcaðabótum með því skilyrði, að (a) fyrirspurn hafi verið gerð innan árs að telja frá deginum eftir að böggull- inn var settur i póst og (b) misbresturinn á innheimtunni sé ekki að kenna mistökum eða vanrækslu frá hans hendi. Sama regla skal gilda, ef upphæðin, sem innheimt er af viðtakanda, er lægri en upphæðin á póstkröfuávísuninni, eða ef innheimta upphæðarinnar hefur verið framkvæmd sviksamlega. 2. Bæturnar mega aldrei vera hærri en póstkröfuupphæðin. 3. Við greiðslu skaðabóta framselst viðkomandi póststjórn réttur sendandans að því er tekur til hinnar útborguðu upphæðar, í öllum aðgerðum, sem kunna að vera framkvæmdar gegn viðtakanda eða þriðja aðila.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.