Póst- og símatíðindi - 01.06.1959, Blaðsíða 6

Póst- og símatíðindi - 01.06.1959, Blaðsíða 6
6 XVIII. Reikningsskil fyrir póstkröfuávísanir. 1. Atriði varðandi póstkröfuávísanir skulu tekin upp í sérstakan reikning, sem farið skal með eins og viðbót við reikninginn yfir póstávísanaviðskipti milli hinna tveggja póststjórna. 2. Á þennan sérstaka reikning, sem hinar útborguðu og kvittuðu póstkröfuávís- anir verða að fylgja með, skulu ávísanirnar færðar eftir stafrófsröð pósthús- anna og í þeirri töluröð, sem þær eru færðar inn í bækur þessara pósthúsa. Póststjórnin, sem hefur útbúið reikninginn, hvort sem er með lista eða spjald- kerfi, skal draga frá heildarupphæðinni, sem hún á inni, hálft prósent (.Vz%) af þessari heildarupphæð, og er það þóknun hinnar póststjórnarinnar af hinu sérstaka póstkröfugjaldi, sem skilgreint er í III. gr. 1 lið (a) hér að framan. 3. Endurskoðun þessa sérstaka reiknings skal framkvæmd samkvæmt fyrirmælum póstávísanasamningsins milli hinna tveggja póststjórna. 4. Heildarupphæðir póstkröfureikningsins skulu teknar upp og jafnaðar sem hluti af aðalreikningi yfir póstávisanir fyrir sama timabil. IV. Brezkir póstpokar. Póstmenn aðgæti, að íslenzka póststjórnin notar ekki lengur brezka poka frá sér til Stóra-Bretlands, og ber því framvegis að senda alia brezka poka tóma til haka. V. Starfskjör starfsfólks á 1. fl. B.-stöðvum. Athygli er hér með vakin á bréfi póst- og símamálastjórnarinnar frá 30. apríl 1959 „varðandi starfskjör póst- og símastjóra og starfsmanna á 1. fl. B.-stöðvum“, ásamt töflu með útreiknuðum launagreiðslum og lífeyrissjóðsgjaldi í hverjum launa- flokki, sem gildir frá 1. marz 1959. Er stöðvarstjórum bent á að kynna sér þetta hvort tveggja rækilega. VI. Nýtt signet. Á skrá um signetnúmer póst- og símastöðva, sem birtist í Póst- og símatíðindum nr. 10—12 1958, skal bæta Hlíðardalsskóla, sem hefur signet nr. 485. Sömuleiðis má strika út landsímastöðina að Krossum og pósthúsin Undhól og Hól, sem hafa verið lögð niður. VII. Blöð og tímarit. Á skrá yfir blöð og tímarit, sem flutt eru samkvæmt 1. gr. h í póstlögum, skal bæta: Nafn blaðsins: Viðtökustaður: Ábyrgðarm. gagnv. póststj.: Framsýn .................. Kópavogur ............. Sigurjón Davíðsson. Kosningablað F. Þ......... Reykjavík ............. Jón Helgason. Kjördæmablaðið ........... Reykjavílt ............ Gunnar Dal. Orion .................... Reykjavík ............. Jóhann Vilhjálmsson. Frá ungu fólki ........... Reykjavík ............. Magnus Þórðarson. Sunnlendingur ............ Selfoss ............... Unnar Stefánsson.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.