Póst- og símatíðindi - 01.12.1959, Blaðsíða 1
Póst- og símatíðindi
— Gefin út a f Póst- og símamálastjórninni
Nr. 10—12. Október—desember 1959.
Lesist þegar við móttöku!
Efni:
Lesist þegar við móttöku!
A. I. Póstkröfur. II. Reglugerð um skyidusparnað. III. Launaseðill ríkissjóðs. IV. BrothaHtir bögglar.
V. Lausar stöður og veittar. VI. Bréfhirðingar. VII. Blöð og limarit. VIII. Árstalning. IX. Talning
almennra póstsendinga. X. Umburðarbréf.
Póst- og símamálastjórnin óskar öllu starfsfólkinu gleðilegs ngárs og þakkar
samvinnu á hinu liðna ári.
A.
i.
Póstkröfur.
Að gefnu tilefni eru póstmenn hér með minntir á eftirfarandi í sambandi við
Póstkröfur:
1. Póstkröfur eru kröfur um innheimtu á peningaupphæð allt að 25.000 krónum,
ef hún á að innheimtast í kaupstöðum og 10.000 krónum, ef hún á að innheimt-
ast utan kaupstaða.
2. Póstkröfur mega fylgja almennum brcfum, ábyrgðarbréfum, peningabréfum og
bögglum. Má þá alls ekki afhenda muni þessa, nema upphæð póstkröfunnar sé
að fullu greidd.
3- Póstkröfur skulu innleystar innan hálfs mánaðar frá því þær komu á ákvörð-
unarpósthúsið; þó getur sendandi ákveðið sérstakan frest fyrir útborguninni
allt að 30 dögum, en þá verður póstkröfueyðublaðið að hafa greinilega áletrun
um það. Séu póstkröfur ekki innleystar innan þessara fresta, ber að endur-
senda þær með fyrstu ferð.
4. Póstmeistarar og póstafgreiðslumenn eru ábyrgir fyrir upphæðum póstkrafna,
sem dregst að endursenda.
Nánari upplýsingar er að finna í alþjóðapóstkröfusamningnum, starfsregltigerð
hans og i reglugerð um notkun pósta frá 1925 með áorðnum síðari breytinginn.
II.
Reglugerð um skyldusparnað.
Ný reglugerð um skyldusparnað hefur verið send öllum pósthúsum og ber
Postmönnum að kynna sér hana vandlega. Helztu breytingar frá eldri reglugerð um
sama efni eru þessar: