Póst- og símatíðindi - 01.12.1959, Blaðsíða 5

Póst- og símatíðindi - 01.12.1959, Blaðsíða 5
5 Simskeytagjaldið til landa utan Evrópu hækkar um 10 aura fyrir orðið. —— — Þýzkalands verður kr. 4.20 fyrir orðið. ---- — Belgíu verður kr. 4.00 fyrir orðið. ---- — Hollands verður kr. 4.05 fyrir orðið. ---- — Frakklands verður kr. 4.00 fyrir orðið. ---- — Portúgals verður kr. 4.80 fyrir orðið. ---- — Spánar verður kr. 4.40 fyrir orðið. ---- — Sviss verður kr. 4.40 fyrir orðið. ---- — Rússlands verður kr. 6.50 fyrir orðið. ---- —- Póllands verður kr. 4.65 fyrir orðið. ---- — Tékkóslóvakíu verður kr. 4.30 fyrir orðið. ---- — Ungverjalands verður kr. 5.30 fyrir orðið. ---- — Grikklands verður kr. 5.20 fyrir orðið. ---- — Luxembourg verður kr. 4.45 fyrir orðið. ---- — Grænlands verður kr. 4.20 fyrir orðið. (Símskeytagjöldin verða óbreytt til Færeyja, Stóra-Bretlands, írlands, Danmerk- ur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Ítalíu, Austurrikis, Júgóslaviu og Líbiu). % 1959. Umburðarbréf nr. 36. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Eins og undanfarin ár má afhenda á allar landssimastöðvar jóla- og nýársskeyti innanlands með eftirfarandi textum og geta sendendur símskeyta valið á milli textanna: A. Gleðileg jól, gott og farsælt nýár. B. Beztu jóla- og nýársóskir, vellíðan, kveðjur. C. Beztu jóla- og nýárskveðjur, þökk fyrir liðna árið. D. Gleðilegt nýár, þökk fyrir liðna árið. Þegar skeyti þessi eru afgreidd milli stöðva, er nægilegt að tilgreina aðeins bók- staf textans. Skeyti þessi kosta á skrauteyðublöðum 18 krónur, en innanbæjar þó aðeins 12 krónur og er þar meðtalin nafnkveðja og undirskrift. Að sjálfsögðu mega sendendur jóla- og nýársskeyta orða textann samkvæmt eigin ósk gegn venjulegu simskeytagjaldi, ef þeir kjósa það heldur, og skal þá greiða aukaiega kr. 10.00 til 12.00 fyrir heillaskeytaeyðublöðin. Til þess að tryggja það að jólaskeytin verði borin út fyrir jól verða þau að afhendast í síðasta lagi fyrir hádegi á Þorláksmessu 23. desember. Tilkynnið eftir þörfum. 2%2 1959. Umburðarbréf nr. 37. — Umdæmisstöðvarnar, Hf og Vin. — í dag er enduropnuð 3. fl. landssímastöð að Straumi, Garðahreppi i Gullbringu- sýslu. Skammstöfun STR. Umdæmisstöð Reykjavík. Tilkynnið eftir þörfum. ^ 1959. Umburðarbréf nr. 38. — Umdæmisstöðvarnar og Vin. — Simstöðin Skjaldarvik i Glæsibæjarhreppi verður lögð niður frá og með 1. janúar 1960. Frá sama tima verður Skjaldarvík notandi frá Akureyri. Tilkynnið eftir þörfum.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.