Póst- og símatíðindi - 01.09.1963, Blaðsíða 1
Póst- og símatíðindi
__ Gefin út af Póst- og símamálastjórninni
Nr. 1.—9. Janúar—september 1963.
Lesist þegar við móttöku!
Efni:
Lesist þegar við móttöku!
A. I. Norræn póstmálaráðstefna. II. Ráðstefna Evrópusamráðs pósts og sima. III. Frimerki. IV.
Pósthús í Skálholti. V. Dagur frímerkisins. VI. Nýjar gjaldskrár. VII. Ný reglugerð og nýj-
ar reglur. VIII. Póstur og sími a Patreksfirði. IX. Bréfhirðingar. X. Talning póstsendinga. XI.
Lausar stöður og veittar. XII. Umburðarbréf.
B. Heglur um afslátt af burðargjaldi blaða.
A.
I.
Norræn póstmálaráðstefna.
Norræn póstmálaráðstefna var haldin í Reykjavík dagana 4.—6. júlí 1963. Fyrir
íslands hönd sátu ráðstefnuna eftirtaldir fulltrúar:
Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri.
Bragi Kristjánsson, forstjóri rekstursdeildar.
Páll V. Danielsson, forstjóri hagdeildar.
Matthías Guðmundsson, póstmeistari.
Rafn Júlíusson, póstmálafulltrúi.
Auk þess sátu ráðstefnuna sem ritarar þau Sveinn G. Björnsson, deildarstjóri
og Friðný Sigfúsdóttir, fulltrúi.
Að ráðstefnunni lokinni komu ritstjórar Nordisk Posttidskrift saman til fund-
ar í Reykjavík.
II.
Ráðstefna Evrópusamráðs pósts og síma.
Ráðstefna Evrópusamráðs pósts og sima (CEPT) var haldin í Múnchen í
Þýzkalandi dagana 2.—14. september 1963. Fulltrúar íslands á ráðstefnunni voru
þeir Bragi Kristjánsson, forstjóri rekstursdeildar og Jón Skúlason, forstjóri sima-
tæknideildar.
Á ráðstefnunni voru þrjú ný lönd tekin inn í samráðið, Kýpur, Liechtenstein
og Monaco.
III.
Frímerki.
Eftirtalin frimerki hafa verið gefin út:
a) 20. febrúar 1963 í tilefni af aldarafmæli Þjóðminjasafnsins: kr. 4.00, með mynd
af Sigurði Guðmundssyni málara og kr. 5.50 með mynd af hluta úr Valþjófs-
staðahurðinni.
LANB5B(>KASAFIÍ
249209
ÍSLANOS