Póst- og símatíðindi - 01.09.1963, Blaðsíða 2

Póst- og símatíðindi - 01.09.1963, Blaðsíða 2
b) 21. marz 1963 í tilefni herferðarinnar gegn hungursneyð: kr. 5.00 og kr. 7.50, hvort tveggja með mynd af löndun úr síldarbát. c) 2. júlí 1963, kr. 3.00, með yfirlitsmynd frá Akureyri. d) 16. september 1963, Evrópufrímerki, kr. 6.00, blátt og kr. 7.00, grænt. Öll þessi frímerki gilda til greiðslu burðargjalds á hvers konar tegundir send- inga þar til öðruvísi kann að verða ákveðið. IV. Pósthús í Skálholti. Pósthús með sérstökum dagstimpli var opið í Skálholti 21. júlí 1963 vegna kirkjuvígslunnar þar. V. Dagur frímerkisins. Dagur frímerkisins, hinn þriðji í röðinni var 2. maí 1963 (áður 2. apríl 1962 og 11. apríl 1961). Var þann dag notaður sérstakur dagstimpill á póststofunni í Reykjavík. VI. Nýjar gjaldskrár. Ný gjaldskrá um póstburðargjöld og ný gjaldskrá og reglur fyrir landssímann gilda frá 1. október 1963. Hafa þær verið sérprentaðar og sendar öllum póst- og símstöðvum. VII. Ný reglugerð og nýjar reglur. Hinn 17. september 1963 undirritaði póst- og símamálaráðherra nýja reglugerð um notkun pósts. Kemur hún í stað reglugerðar um notkun pósta frá 1925. Reglu- gerð þessi verður send öllum póststöðvum þegar hún hefur verið sérprentuð. Nýjar reglur um ritsíma og talsimaafgreiðslu gilda frá 1. október 1963 og hafa þær verið sérprentaðar og sendar öllum símstöðvum. VIII. Póstur og sími á Patreksfirði. Frá 1. október 1963 að telja er póstafgreiðslan og símstöðin Patreksfirði sam- einuð undir eina stjórn. IX. Bréfhirðingar. Eftirtaldar bréfhirðingar verða lagðar niður frá næstu áramótum: Efstalandskot, Möðruvellir, (A.). Bugðustaðir, Skarð, Smyrlahóll, (Bdl.). Arnhólsstaðir, Eiríksstaðir, Sandbrekka, Skeggjastaðir, Sleðbrjótur, (Eg.). Holt, Hestur, (FL). Bær, Kleifar, (Kfn.). Brimilsvellir, (Ófs.). Keta, Skiðastaðir, (Sr.). Haukaberg, (Stm.). \ ¦

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.