Póst- og símatíðindi - 01.09.1963, Blaðsíða 6

Póst- og símatíðindi - 01.09.1963, Blaðsíða 6
« -% 1963. Umburðarbréf nr. 3. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Að gefnu tilefni staðfestist hér með að opnunartími símstöðvarinnar í Sand- gerði, Grindavík og Gerðum er sem hér segir: Á virkum dögum kl. 10—12 og 14—18. A helgum dögum kl. 10—11 og 16—19. Tilkynnið eftir þörfum. % 1963. Umburðarbréf nr. 4. — Umdæmisstöðvarnar og Vm — Aðfaranótt sunnudagsins 7. apríl n. k. kl. 0100 færist klukkan fram um eina klukkustund og verður 0200. Tilkynnið eftir þörfum. ]% 1963. Umburðarbréf nr. 5. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Ákveðið hefur verið að lengja þjónustutíma símstöðvanna Suðureyri og Þing- eyri frá 1. maí n. k. og verða þær þá opnar til kl. 22.00 virka daga. Tilkynnið eftir þörfum. 3% 1963. Umburðarbréf nr. 6. — Umdæmisstöðvarnar, Hf og Vm, Póststofan R og A og póstafgreiðslan Hfn, Stf, Ein, Hg, Pt. — Athygli skal vakin á því, að ný tollskrá gengur í gildi 1. maí 1963 með þeim undantekningum þó, að hafi aðflutningsskjöl verið lögð inn fyrir 1. maí má til kvölds 8. maí afgreiða vörur gegn hinum eldri tolli, ef tollur skv. nýju tollskránni reynist hærri. Tollpóststofan í Reykjavík mun veita nánari skýringar sé þess óskað, simar 14573 og 22013. Tilkynnið eftir þörfum. !% 1963. Umburðarbréf nr. 7. — Umdæmisstöðvarnar og Vm — Gjald fyrir hina svokölluðu kosningasíma, það er síma, sem fluttir eru eða lánaðir á skrifstofur frambjóðenda við undirbúning kosninga og yfir kosninga- daga, skal vera þar til annað verður ákveðið tveir þriðju af flutningsgjaldi ef um flutning milli húsa er að ræða, en samkvæmt reikningi ef um flutning innanhúss er að ræða. Tilkynnið eftir þörfum. 2% 1963. Umburðarbréf nr. 8. — Umdæmisstöðvarnar og Vm — Samþykkt hefur verið að lengja þjónustutima símstöðvarinnar Króksfjarðar- nes i 9 klst. virka daga frá 1. júní til 31. október n. k. gegn viðbótargreiðslu kr. 2.400 á mánuði. Tilkynnið eftir þörfum. % 1963. Umburðarbréf nr. 9. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Á meðan síldveiðar standa yfir í sumar mun Fiskifélag Islands safna og birta skýrslur um afla síldveiðiskipa. Sendendur slíkra skeyta verða eingöngu starfandi

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.