Póst- og símatíðindi - 01.09.1963, Blaðsíða 7

Póst- og símatíðindi - 01.09.1963, Blaðsíða 7
7 síldarverksmiðjur í Iandinu, frystihús sem taka síld til frystingar svo og síldar- útvegsnefnd og mega þessir aðilar í því skyni á þessu sumri senda Fiskifélagi ís- lands í Reykjavík skeyti um afla síldveiðiskipanna án fyrirframgreiðslu en stöðvar- stjórunum ber að senda reikninga eða kvittanir fyrir þessi skeyti sem peninga upp í tekjur stöðvanna til aðalskrifstofu pósts og síma í Reykjavik, sem innheimtir umrædd skeytagjöld hjá skrifstofu Fiskifélags íslands í Reykjavík. Gjaldið fyrir þessi skeyti er þetta: Berist skeytið símstöð á virkum dögum, er gjaldið hálft venju- legt símskeytagjald eða 80 aurar fyrir orðið, en berist það símstöð á óvirkum degi eða á laugardegi eftir kl. 19.00, ber að reikna venjulegt simskeytagjald eða 160 aurar fyrir orðið. Nafnkveðjan í þessum skeytum verður ÆGIR FISKIFÉLAG REYKJAVÍK. Tilkynnið eftir þörfum. % 1963. Umburðarbréf nr. 10. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Samkvæmt ósk Ríkisútvarpsins hefur Landssíminn tekið að sér að útvega atkvæðatölur úr öllum kjördæmum landsins við í hönd farandi kosningar. Þér eruð því beðinn að gera í tæka tíð nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að atkvæðatölurnar verði símaðar beint til stöðvar yðar jafnskjótt og kjörstjórnirnar tilkynna þær, sem væntanlega verður á 30 mínútna fresti, og talsíma þær síðan tafarlaust til langlínu- miðstöðvarinnar í Reykjavík. Sérstök áherzla er lögð á, að afgreiðsla þessi gangi greiðlega og tryggilega fyrir sig. Hver atkvæðatilkynning verður reiknuð sem venju- legt hraðsamtal (1 viðtalsbil) útfarið frá Reykjavík. Þess skal getið að Ríkisútvarpið hefur beðið fréttamenn sína að aðstoða yður eftir þörfum. Þér eruð beðinn að tilkynna þetta þeim sem hlut eiga að máli í umdæmi yðar. % 1963. Umburðarbréf nr. 11. — Umdæmisstöðvarnar — Þér eruð beðnir að sjá um að stöðvar i yðar umdæmi verði opnar á kosninga- daginn 9. júní umfram venjulegan stöðvatíma, eftir því sem þörf krefur. 2% 1963. Umburðarbréf nr. 12. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Ákveðið hefur verið að símstöðin Staðastaður verði opin eins og 2. flokks stöðvar mánuðina júli og ágúst. Tilkynnið eftir þörfum. 2% 1963. Umburðarbréf nr. 13. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Ákveðið hefur verið að símstöðin Vopnafjörður verði opin virka daga til kl. 2200 meðan á síldveiðum stendur. Tilkynnið eftir þörfum. 2% 1963. Umburðarbréf nr. 14. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Frá og með 28. júní 1963 er landssímastöðin Holt í Mosvallahreppi V-ísafjarðar- sýslu lögð niður. Frá sama tíma eru Barnaskóli Mosvallahrepps, Betanía, Hestur, Hóll, Innri-Hjarðardalur, Kirkjuból í Bjarnardal, Kirkjuból í Korpudal, Mosvellir, Ytri-Hjarðardalur, Ytri-Veðrará, Tannanes, Tröð, Vaðlar, Vífilsmýrar og Þórustaðir notendur frá Flateyri. Tilkynnið eftir þörfum.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.