Póst- og símatíðindi - 01.09.1963, Blaðsíða 8

Póst- og símatíðindi - 01.09.1963, Blaðsíða 8
8 Wa 1963. Umburðarbréf nr. 15. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Ákveðið hefur verið að símstöðin Raufarhöfn verði opin alla daga til kl. 2400 meðan á sildveiðum stendur. Tilkynnið eftir þörfum. % 1963. Umburðarbréf nr. 16. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Ákveðið hefur verið að lengja þjónustutíma eftirtaldra stöðva frá og með 2. júlí meðan á síldveiðum stendur: Seyðisfjörður virka daga frá kl. 2200 til 2400 og Þórshöfn virka daga frá kl. 2000 til 2200. Tilkynnið eftir þörfum. VJh 1963. Umburðarbréf nr. 17. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Með hliðsjón af nýgengnum Kjaradómi breytist vinnutími hjá þeim, sem hafa unnið 38% klst. vikulega, í 38 klst. og hefst þvi kl. 9.00 á laugardögum, einnig breytist vinnutíminn hjá þeim, sem unnið hafa 45 klst. vikulega, í 44 klst. og styttist því um fjórðung klukkustundar 4 daga vikunnar. "¥i 1963. Umburðarbréf nr. 18. —¦ Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Ákveðið hefur verið að lengja þjónustutíma stöðvarinnar í Neskaupstað til kl. 2400 virka daga frá deginum í dag að telja meðan á síldveiðum stendur. Tilkynnið eftir þörfum. ,n/7 1963. Umburðabrréf nr. 19. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Ákveðið hefur verið að lengja þjónustutíma eftirtaldra stöðva frá og með 20. júlí meðan á síldveiðum stendur svo sem hér segir: Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður virka daga frá kl. 1500 til 1600. Tilkynnið eftir þörfum. z% 1963. Umburðarbréf nr. 20. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Ákveðið hefur verið að lengja þjónustutíma eftirtaldra stöðva frá og með 22. júlí meðan á síldveiðum stendur svo sem hér segir: Fáskrúðsfjörður og Djúpivogur virka daga frá 20.00 til 22.00. Tilkynnið eftir þörfum. -•% 1963. Umburðarbréf nr. 21. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Ákveðið hefur verið að lengja þjónustutíma eftirtaldra stöðva frá og með 25. júlí fyrst um sinn til 1. september svo sem hér segir: Virka daga Bíldudalur frá 20.00 til 22.00, Hnifsdalur frá 20.00 til 22.00. Tilkynnið eftir þörfum.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.