Póst- og símatíðindi - 01.09.1963, Blaðsíða 11

Póst- og símatíðindi - 01.09.1963, Blaðsíða 11
11 böggla til útlanda breytist ekki. Viðbótar fluggjald bréfa og prents breytist ekki. Skrásetningargjald verður kr. 5.00. Hraðboðagjald kr. 1.00. Gjaldskrá um póstburðar- gjöld hafa verið póstlagðar. Tilkynnið eftir þörfum. 2% 1963. Umburðarbréf nr. 32. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Þjónustutími Seyðisfirði til kl. 24.00 virka daga framlengist til 15. október n. k. 1963. Umburðarbréf nr. 33. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf, Stuttbylgjustöðin Gufunesi — Með vísun til V. kafla C-lið gjaldskrár hafa eftirfarandi skipsgjöld verið ákveðin skv. ósk viðkomandi aðila frá 1. október 1963: Vegna Eimskipafélags íslands kr. 15.00 fyrir hvert byrjað 3 mín. viðtalsbil og kr. 1.00 pr. orð í skeyti. Vcgna Skipaútgerðar ríkisins kr. 12.00 fyrir hvert byrjað 3 mín. viðtalsbil og kr. 1.00 pr. orð í skeyti. Tilkynnið eftir þörfum. 2% 1963. Umburðarbréf nr. 34. — Umdæmisstöðvar, Stm, Vm, Hf og Kv, Póstmeistarinn R og A — Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar verður um mánaðamótin september/ október ekki greidd hin fasta takmarkaða yfirvinnuþóknun sem undanfarið hefur verið greidd ýmsum stöðvarstjórum og öðrum starfsmönnum en málið verður tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á næstunni. Tilkynnið eftir þörfum. B. Reglur um afslátt af burðargjöldum (ríkistaxta) léttra blaða (að jafnaði undir 100 g.) sbr. heimild í 10. gr. reglugerðar, dags. 29. febrúar 1960, um póstflutning blaða og tímarita. Afsláttur kemur aðeins til greina: a) ef útgefandi afhendir blöðin ítarlega sundurlesin og röðuð, þannig að mann- afli sparist á pósthúsinu. b) ef blöðin eða tímaritin eiga að flytjast með landpóstum í bréfhirðingar eða dreifast i bréfakassa hjá mjólkurpöllum, en ekki berast út í kaupstað eða kauptúni. c) ef aðeins er um bílflutning tiltölulega stutta leið að ræða. d) ef fleiri tölublöð í röð eru í sendingu til sama áskrifanda. 1. Til nálægra póststöðva (að jafnaði innan 70 km, þangað sem eru reglubundnar ferðir með bílum), er dreifa blöðunum aðallega með mjólkurbílum. a) Blöð til umboðsmanna: um 53% afsláttur, gjaldið verður kr. 1.40 pr. 500 g. b) Blöð beint til áskrifenda: Mismunandi afsláttur. Gjaldið verður sem hér segir: Hvert eintak að 20 g........................................ kr. 0.20 20— 40 g ................................... — 0.25 40—100 g ................................... — 0.30 og ef blaðið fer einstaka sinnum yfir 100 g, er gjaldið fyrir hver 20 g þar yfir .................................................. 0.10

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.