Póst- og símatíðindi - 01.12.1963, Page 1

Póst- og símatíðindi - 01.12.1963, Page 1
 Póst- og símatíðindi tr~ Gefin út af Póst- og símamálastjór ninni Nr. 10—12. Október—desember 1963. Lesist þegar við móttöku! Efni: Lesist þegar við móttöku! A. I. Kaup tékka og ávlsana. II. Greiðslur fyrir yfirvinnu. III. Bréfhirðingar. IV. Nýtt frimerki. V. Umbúnaður prentsendinga. VI. Póstkröfusendingar. VII. Lausar stöður og veittar. VIII. Um- burðarbréf. Póst- og símamálastjóinin óskar öllu starfsfólkinu gleðilegs árs og þakkar samvinnuna á hinu liðna ári. A. I. Kaup tékka og ávísana. Að gefnu tilefni þykir hlýða að minna enn einu sinni á gildandi fyrirmæli um kaup tckka og ávísana. Fyrirmæli þessi er að finna í 37. grein 5. lið í reglugerð um notkun pósts frá 17. september 1963 og eru þau að efni til samhljóða fyrirmælum um þetta efni, sem birt voru í póst- og simatíðindum nr. 11—12 1956 og 5—7 1960. Meginatriði fyrirmælanna eru þessi: a. Tékka sltal alls ekki kaupa, hver svo sem upphæð hans er, ef hann er ekki til greiðslu á viðskiptum við stöðina. b. Tékkar verða ætíð að vera stílaðir á viðkomandi stöð. c. Tékka, hærri en kr. 5000.00 að upphæð skal aldrei kaupa, nema fyrst sé athugað hvort innstæða sé fyrir hendi. d. Alla tékka, sem ekki er hægt að innleysa strax á staðnum skal senda aðal- gjaldkera pósts og síma, Reykjavík, með fyrstu ferð sem fellur. Sú undantekning gildir þó, að tékka lítgefna af ríkisstofnunum og opinberum embættum, viður- kenndum bönkum (ekki sparisjóðum), Reykjavíkurborg og stofnunum hennar, má innleysa skilmálalaust og án ábyrgðar fyrir þann starfsmann, sem inn- leysir þá. II. Greiðslur fyrir yfirvinnu. Athygli er vakin á 8. og 15. gr. Kjaradóms, þar sem segir í 8. gr., að öll yfirvinna skuli greidd eftir á í einu lagi fyrir hvern mánuð, og í 15. gr. að ríkisstarfsmenn eigi rétt til greiðsluþóknunar fyrir yfirvinnu, hafi hlutaðeigandi yfirmaður sérstaklega óskað þess, að sú vinna yrði af höndum leyst. Starfsmenn geta því ekki krafizt greiðslu fyrir yfirvinnu, nema yfirmaður þeirra hafi óskað liennar og reikningi fyrir hana sé framvísað mánaðarlega.

x

Póst- og símatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.