Póst- og símatíðindi - 01.12.1963, Blaðsíða 5

Póst- og símatíðindi - 01.12.1963, Blaðsíða 5
5 Wio 1963. Umburðarbréf nr. 39. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Hér með staðfestist að heimilt er að greiða talsimakonunemum með fyrirvara kaup fyrslu 3 mánuði námsins kr. 4.800 næstu 3 mánuði kr. 5.400. Samkvæmt því verða aukavinnu- og álagstímagreiðslur til þeirra fyrstu 3 mánuði námsins á klst.: Nætur- og helgidagavinna kr. 64.00, eftirvinna kr. 51.20, álagstíma kr. 10.56, næstu 3 mánuði námsins nætur- og helgidagavinna kr. 72.00, eftirvinna kr. 57.60 og álags- tímar kr. 11.88. Gildir þetta frá 1. júlí 1963. Athygli skal vakin á því, að vaktaálag greiðist aðeins þegar um reglubundnar skiptivaktir er að ræða, þ. e. þegar unnið er einn dag á öðrum tíma en öðrum degi skv. fastri fyrirframgerðri varðskrá en ekki annars svo sem t. d. á 2. fl. stöðvum. Tilkynnið eftir þörfum. % 10/w 1963. Umburðarbréf nr. 40. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Með vísun til umburðarbréfs nr. 32 tilkynnist að simstöðin Seyðisfjörður er nú opin al'tur eins og venjulega til kl. 22.00 virka daga. '7Ío 1963. Umburðarbréf nr. 41. — Umdæmisstöðvarnar, Vm, Hf, TFA og TFW. — Aðfaranótt sunnudagsins 27. október 1963 kl. 0200 verður horfið frá sumar- tíma og færist klukkan þá aftur um eina klukkustund og verður 0100. Tilkynnið eftir þörfum. 23/io 1963. Umburðarbréf nr. 42. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Því miður hefur orðið prentvilla í gjaldskrá og reglum fyrir landssimann frá 17. september s. 1. svo sem hér segir: 1. kafli C. 2. liður um flutning tengils o. fl. í stað kr. 500.00 koma kr. 400.00 og II. kafli C 2. liður í stað kr. 500.00 koma kr. 400.00. Þetta óskast leiðrétt og tilkynnt eftir þörfum. 2%o 1963. Umburðarbréf nr. 43. — Umdæmisstöðvarnar, Vm, Hf og Gufunes. — Að gefnu tilefni skal á það bent, að samkvæmt afgreiðslureglum frá 13. desember 1951 um radíóviðskipti lil varðskipanna um strandarstöðvar landssimans skulu öll símskeyti og símtöl til þeirra send um Reykjavík Radio/TFA og ennfremur eru símtöl frá almenningi við þau undantekningarlaust bönnuð nema um neyðarvið- skipti sé að ræða. Tilkynnið eftir þörfum. 2%o 1963. Umburðarbréf nr. 44. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hl'. — Frá og með 26. október 1963 verða allir símnotendur í Hnífsdal simnotendur frá ísafirði. Tilkynnið eftir þörfum. 3Vio 1963. Umburðarbréf nr. 45. — Umdæmisstöðvarnar, Vm, Hf og Gufunes. — Samkvæmt fyrirmælum fjármálaráðuneytisins ber að greiða með eftirvinnu- kaupi alla yfirvinnu sem unnin er á dagvinnutima sem lijá starfsfólki á skipti- vöktum reiknast frá kl. 8.00 til 17.00 en hjá öðruin skv. 2. gr. kjaradóms. Nætur-

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.