Póst- og símatíðindi - 01.12.1963, Blaðsíða 6

Póst- og símatíðindi - 01.12.1963, Blaðsíða 6
6 vinnukaup greiðist því aldrei fyrir yfirvinnu sem innt er af hendi á dagvinnu- tíina hvort sem hún stendur lengur eða skemur en 2 ldst. í því tilfelli að starfs- maður hafi unnið 2 stundir eða lengur í yfirvinnu, þegar áðurnefndu dagvinnu- tímabili hans lýkur, og haldi áfrain að vinna yfirvinnu, greiðist sú yfirvinna eftir lok dagvinnutimabilsins með næturvinnukaupi. Tilkynnið eftir þörfum. 7Í1 1963. Umburðarbréf nr. 46. — Umdæmisstöðvarnar, Stm, Vm, Hf og Kv. Póstmeistarinn R og A. — Hér með tilkynnist að heiinilað hefur verið að greiða áfram hina takmörkuðu yfirvinnugreiðslu til ýmsra stöðvarstjóra og annarra starfsmanna sem undanfarið hefur gilt, þótt útborgun væri slöðvuð sbr. umburðarbréf nr. 34. l:Hi 1963. Umburðarbréf nr. 47. — Forstjórar aðaldeilda og sérdeilda, aðalendurskoðandi, aðalgjaldkeri, aðalbókari, umdæmisstjórar, stöðvarstjórar Vm, Stm og Hf. — Samkvæmt tilkynningu fjármálaráðuneytisins og með hliðsjón af 4. mgr. 5. greinar kjaradóms verður eigi talið að greiða beri vaktavinnufólki 33% álag á þann hluta launa, sem greiddur er fyrir vinnu á tímanum kl. 12—13 á virkum dögum. Tilkynnið eftir þörfum. 14/u 1963. Umburðarbréf nr. 48. — Forstjórar aðaldeilda og sérdeilda, aðalendurskoðandi, aðalgjaldkeri, aðalbókari, umdæmisstjórar, stöðvarstjórar Vm, Stm og Hf. — Vegna misprentunar í símaskrá 1964 á hls. 11 um opnunartíma landssíma- stöðvanna óskast leiðrétt að hann á að vera eins og áður helga daga á eftirfarandi stöðvum svo sem hér segir: I. flokkur 12 kl. 10—11 og 16—19. I. flokkur 13V2 kl. 10—11 og 16—19. II. flokkur 6 og 8 og III. flokkur 2, 3 og 4 kl. 10—11 og 16—18. 294i 1963. Umburðarbréf nr. 49. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Aftan við Gjaldskrá og reglur fyrir landssimann í sérprentun sem fylgir síma- skránni 1964 á bls. 8 í kaflanum talskeyti eru tölurnar rangar. Eiga vera sein hér segir: kr. 31.50 í stað 25.20, kr. 18.00 í slað 14.40 (kr. 2.00 í stað 1.60), kr. 13.50 í stað 10.80 (kr. 1.50 í stað 1.20), kr. 31.50 í stað 25.20 og kr. 24.50 í stað 19.60. Orðið talskeyti telst ekki með sem gjaldskyll orð. 1 5. kafla 5. liður (hls. 5) boðsendingar kr. 10.00 i stað kr. 9.00. Góðfúslega tilkynnið eftir þörfum. 4Á2 1963. Umburðarbréf nr. 50. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Að gel'nu tilefni skal enn á ný brýnt fyrir símstöðvunum að afgreiða sima- póstávisanir með ýtrustu nákvæmni. í reglum um ritsíma- og talsímaafgreiðslu 21. gr. segir svo: þegar símapóstávísun er send með ritsíma, skal endurtaka númer símapóstávísunarinnar og ákvörðunarstöð, upphæð ávísunarinnar i tölustöfum og bókstöfum, nafn og heimilisfang viðtakanda og nafn sendanda. Það skal tekið fram að endurtekningin á að fvlgja ineð á skeytinu til pósthússins þegar síma- póstávísunin er send með ritsíma. Þegar símapóstávísun er send í talsíma, skal

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.