Póst- og símatíðindi - 01.12.1963, Blaðsíða 8

Póst- og símatíðindi - 01.12.1963, Blaðsíða 8
8 WÁ2 1963. Umburðarbréf nr. 56. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Eins og undanfarin ár má afhenda á allar landssímastöðvar jóla- og nýársskeyti innanlands með eftirfarandi textum og geta sendendur símskeytanna valið á milli textanna: A. Gleðileg jól, gott og farsælt nýár. B. Beztu jóla- og nýársóskir, vellíðan kveðjur. C. Beztu jóla- og nýárskveðjur, þökk fyrir liðna árið. D. Gleðilegt nýár, þökk fyrir liðna árið. Þegar skeyti þessi eru afgreidd milli stöðva, er nægilegt að tilgreina aðeins bókstaf textans. Skeyti þessi kosta á skrauteyðublöðum 25 krónur, en innanbæjar þó aðeins 20 krónur og er þar meðtalin utanáskriftin og undirskrift. Að sjálfsögðu mega sendendur jóla- og nýársskeyta orða textann samkvæmt eigin ósk gegn venju- legu símskeytagjaldi, ef þeir kjósa það heldur, og skal þá greiða aulcalega kr. 18.00 fyrir heillaskeytaeyðublöð. Til þess að tryggja það að jólaskeytin verði borin út fyrir jól verða þau að afhendast í síðasta lagi fyrir kl. 20 á Þorláksmessu 23. desember. Tilkynnið eftir þörfum. 2*Á2 1963. Umburðarbréf nr. 57. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf, Póststofan R og A. — Þann 1. janúar n. k. taka gildi lög nr. 29/1963 um lífcyrissjóð starfsmanna ríkisins. Verða þau ásamt tilheyrandi reglum um iðgjaldagreiðslur póstlagðar i dag. Eruð þér beðnir eins fljótt og unnt er að gera viðeigandi ráðstafanir um hreytingar á lifeyrissjóðsgreiðslum í samræmi við lögin og er sérstaklega bent á 5. málsgrein 10. greinar sem segir m. a. að eftir 1. janúar greiði launþegi yngri en 20 ára ekki iðgjöld til sjóðsins. Tafla yfir upphæðir iðgjaldanna í krónum í hverjum flokki og aldursstigi verður send eins fljótt og unnt er. 30Á2 1963. Umburðarbréf nr. 58. —- Til allra simstöðva og póstafgreiðslna. — Ég óska öllum starfsmönnum pósts og síma farsæls komandi árs og færi þeiin beztu þakkir fyrir vel unnin störf á liðnu ári. Póst- og símamálastjóri. G. Briem. Aðalsteinn Norberg. Rafn Júliusson. Gutenbcrg.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.