Póst- og símatíðindi - 01.12.1978, Blaðsíða 20

Póst- og símatíðindi - 01.12.1978, Blaðsíða 20
20 1978-08-14 Umburðarbréf nr. 32. — Umdæmisstöðvarnar — Föstudaginn 11- ágúst sl. var símstöðin að Meiri-Tungu lögð niður. Jafnframt hefur ný sjálfvirk símstöð verið tekin í notkun að Laugalandi í Holtahreppi. Sím- notendur i Landssveit, Holtahreppi og hluta Ásahrepps eru tengdir þeirri stöð. Áður höfðu nokkrir símnotendur í Ásahreppi verið tengdir sjálfvirku símstöðinni á Hellu. Langlínuafgreiðsla (02) er um símstöðina á Selfossi. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-08-29 Umburðarbréf nr. 33. — Umdæmisstöðvarnar — Söluverð launaseðla ebl. 973 hefur verið ákveðið kr. 23.00 — tuttugu og þrjár krónur — frá og með 1.9.1978 og eru stöðvarstjórar beðnir að færa birgðir launa- seðla til samræmis við hið nýja verð í reikningi stöðvarinnar- Tilkynnið eftir þörfum. 1978-09-06 Umburðarbréf nr. 34. — Umdæmisstöðvarnar — Frá og með 7. september breytast simskeytagjöld til útlanda þannig, að fast gjald verður kr. 1 100 til allra landa að viðbættu gjaldi pr. orð: Færeyjar kr. 50, Rússland kr. 80 og önnur lönd í Evrópu kr. 60, miðjarðarhafslöndin Alsír, Egypta- land, Libya, Marokkó, Túnis, Kýpur, ísrael, Líbanon og Sýrland kr. 100, Bandaríkin og Kanada kr. 180. önnur lönd í Ameriku kr- 300, Afríku- og Asiulönd að undan- teknum miðjarðarhafslöndum kr. 180, Ástralía kr. 250. Talsímagjöld til útlanda verða frá sama tíma reiknuð i krónum pr. mínútu: Belgía 575, Bretland 550, Dan- mörk 500, Finnland 550, Frakkland 575, Færeyjar 400, Grikkland 700, Holland 575, írland 700, Ítalía 625, Luxembourg 575, Noregur 550, Pólland 625, Rússland 700, Spánn 625, Sviss 575, Svíþjóð 550, Tékkóslóvakía 625, V-Þýskaland 625, A-Þýskaland 625, U.S.A. 1600, Kanada 1500, Japan 2000. Á ofangreind gjöld bætist 4% söluskattur- Þar til gjaldskrá berst veitir Rit- síminn í Reykjavík og Talsambandið við útlönd frekari upplýsingar ef þörf krefur. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-09-07 Umburðarbréf nr. 35. — Umdæmisstöðvarnar — Gengi gullfrankans hefur verið ákveðið sem hér segir: 1 gullfranki = 121 króna. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-09-08 Umburðarbréf nr. 36. — Umdæmisstöðvarnar — Nýtt gengi fyrir útborganir úr sænskum póstsparibankabókum hefur verið ákveðið frá og með föstudegi 8. setemher 1978, sem hér segir: 100 sænskar krónur = 6 600 fsl. kr- Tilkynnið eftir þörfum,

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.