Póst- og símatíðindi - 01.12.1978, Blaðsíða 25

Póst- og símatíðindi - 01.12.1978, Blaðsíða 25
25 1978-12-15 Umburðarbréf nr. 50. — Umdæmisstöðvarnar — Samkvæmt tilmælum Ríkisútvarpsins tilkynnist hér með, að tekið verður á móti jóla- og nýárskveðjum til flutnings i útvarp og er verð ákveðið kr. 220.00 — Tvö hundruð og tuttugu krónur — fyrir hvert orð. Móttaka jólakveðja hefst 15. desember og lýkur 19- desember kl. 18.00. Móttaka nýárskveðja verður 27. og 28. desember kl. 09.00 til 17.00 báða dagana. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-12-17 Umburðarbréf nr. 51. — Umdæmisstöðvarnar — Jóla- og nýársskeyti með sérstökum textum má afgreiða innanlands og geta sendendur valið milli textanna: a) Gleðileg jól, gott og farsælt nýár- b) Besta jóla- og nýársóskir, vellíðan kveðjur. c) Bestu jóla- og nýárskveðjur, þökk fyrir liðna árið. d) Gleðilegt nýár, þökk fyrir liðna árið. Gjald fyrir hvert skeyti er 640 krónur auk söluskatts kr. 128 samtals kr. 768. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-12-17 Umburðarbréf nr. 52. — Strandastöðvarnar, TFA, TFZ, TFX, TFV, TFT, TFM — Jóla- og nýársskeyti með sérstökum textum má afgreiða innanlands og geta sendendur valið xnilli textanna: a) Gleðileg jól, gott og farsælt nýár. b) Bestu jóla- og nýársóskir, vellíðan, kveðjur- c) Bestu jóla- og nýárskveðjur, þökk fyrir liðna árið. d) Gleðilegt nýár, þökk fyrir liðna árið. Gjald fyrir hvert skeyti er 870 krónur, en viðskipti við skip eru ekki sölu- skattskyld. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-12-19 Umburðarbréf nr. 53. — Umdæmisstöðvarnar — Samgönguráðuneytið hefur gefið út reglugerð um eftirgjöf á föstu ársfjórðungs- gjaldi fyrir síma hjá elli- og örorkulífeyrisþegum, er tekur gildi 1. janúar 1979. Reglugerðin verður send á allar póst- og símstöðvar- Umsóknareyðublöðin hafa þegar verið póstlögð. Umsóknir hlutaðeigandi aðila skulu sendar til starfsmannadeildar sem sér um framkvæmd reglugerðarinnar. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-12-20 Umburðarbréf nr. 54. — Umdæmisstöðvarnar — Símstöðin Hjaltastaðir í Hjaltastaðahreppi N-Múl. og Litli-Bakki, Tunguhreppi, N-Múl. voru lagðar niður 19. desember 1978 og jafnframt voru símnotendur þessara stöðva tengdir símstöðinni Egilsstöðum. Tilkynnið eftir þörfum.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.