Morgunn - 01.12.1929, Síða 14
140
MORGUNN
fáist sami árangur. Skýringar þær á miðilsástandinu, sem
gefnar eru í bók sira Drayton Thomas, virðast benda til að
það sé öðrum lögmálum háð, en þeim, sem vísindamennirnir
kannast við og almennast eru þekt. Þessvegna verður líka
að haga rannsóknunum á miðlafyrirbrigðum samkvæmt því,
en ekki að öllu leyti eftir þeim reglum, sem tíðkast hafa,
og náð hafa yfir það svið, sem menn hafa þekt hingað til.
Þá mun nú vera rétt að víkja eitthvað að frásögnun-
um um annað líf, eins og frá því er skýrt i bók prestsins.
Er af töluvert miklu að taka og verður því að stytta þær
mikið og sleppa ýmsu, svo að auðvitað missist all-mikið
við það.
Eins og eg hefi minst á áður, hefir síra Charles Dray-
ton Thomas aðallega haft samband við föður sinn, sem
einnig var prestur, og andaðist árið 1903. Framan af tók
systir hans, er hann nefnir Ettu, þátt í fundum og rann-
sóknum hans. Síðan hún andaðist, árið 1920, hefir hún jafn-
an komið með föður sínum á fundina hjá Mrs. Leonard.
Frásagnirnar eru dregnar saman úr því efni, sem fengist
hefir á þessum ellefu árum, sem síra Drayton Thomas hefir
fengist við rannsóknir sinar. Skiftir hann því niður í kafla,
þar sem hann flokkar það niður eftir jjví hvað á saman,
og verður það því töluvert aðgengilegra til lesturs en ella.
í bókinni tilgreinir hann jafnan, hvað af frásögnunum sé
frá hvoru þeirra, föður hans og Ettu, en vegna þess, að
eg verð að draga efnið svo mikið saman — og held ekki
ávalt kaflaröðinni, eins og höfundurinn gerir — tek eg ekki
altaf fram, hvað hvort þeirra hefir sagt, nema það skifti
einhverju máli. Til þess að forðast málalengingar, finst mér
rétt að taka frásagnirnar eins og þær eru í bókinni, án
þess að véfengja þær nokkuð, jafnvel þó að sumar séu svo,
að manni geti í fljótu bragði fundist þær eitthvað athuga-
verðar.
Eitt af því fyrsta, sem faðir síra Drayton Thomas sagði
honum frá, var, hvernig honum hefði orðið við, er hann.
vaknaði til hins nýja lífs. Hann kvaðst hafa furðað sig tölu-