Morgunn - 01.12.1929, Page 19
M 0 RGUNN
145
hann annað í sambandi við bústaðina hinum megin, sem
eg hefi einnig séð getið um í annari bók og er dálítið ein-
kennilegt. Hann segir, að eins og útflytjendur venjulega
hópist saman eftir þjóðerni í nýja landinu og nefni þá oft
sveitina eða bæina með nöfnum úr gamla landinu, þá sé
þessu svipað farið, þegar menn flytjist yfir um. Þar séu til
borgir, sem líkjast mjög mikið Lundúnum eða París, eða
hvaða borg eða staður það kann nú að vera. Að minsta
kosti segir hann, að þar megi sjá ýmsa fegurstu hluta
Lundúna, garða og fagrar byggingar, sem líkjast mjög
byggingunum þar, en aftur á móti segir hann, að það, sem
gerir borgirnar svo óskemtilegar, sé ekki til á því tilveru-
stigi, sem hann er. Þar eru engir staðir, sem eru óþægi-
lega jDjettbýlir, engin fátækrahverfi, engar vínkrár, iðjuleys-
ingjahæli o. þ. h. »En á lægri sviðunum er þó ýmislegt,
sem líkist borgunum ykkar, og hefir þá öll verstu einkenni
þeirra«, segir hann, »og á meðan fólk hugsar og lifir á
þann hátt, sem margt fólk gerir, en sem ekki er eftirsókn-
arvert, þá hljóta að vera til, og verða að vera til, samsvar-
andi staðir, lítt eftirsóknarverðir, þar sem það fólk, sem
helzt virðist kunna við sig í slíku umhverfi, flytzt til. Þeg-
ar íbúar jarðarinnar hafa hafist á hærra stig í andlegum
«fnum og losnað við ýmsar slæmar venjur sínar, þá hverfa
líka þessir staðir af sjálfu sér«.
Eins og geta má nærri og við höfum líka oft heyrt,
er nóg að starfa í öðrum heimi, og segir faðir síra Dray-
ton Thomas, að þar geti hver og einn lagt stund á þau
störf, sem honum er mest hugleikið að fást við. En öll
störfin verða að miða að uppbyggingu, vera skapandi störf,
ekkert starf er niðurrifsstarf.
Mikið verkefni er þar fyrir þá, sem óska að fást við
kyggmgar og gera uppdrætti að slíku, smiði og bygginga-
nieistara. Þó er öllu meiri þörf á kennurum og leiðbein-
endum. En þeir, sem hafa ánægju af byggingum, fá mikið
verkefni, að byggja heimili fyrir þá, sem ávalt eru að flytj-
nst inn í annan heim og geta ekki hugsað sér að vera án
heimilis. Þó að sérstakt heimili sé ekki alveg nauðsynlegt,
10