Morgunn


Morgunn - 01.12.1929, Síða 23

Morgunn - 01.12.1929, Síða 23
MORGUNN 149 hvað illa, eða hefðu áhyggjur af einhverju. Hún segist að vísu finna til með þeim í mótlæti þeirra, en ekki þó þannig, að það fái verulega á hana. Hún segist sem sé sjá tilgang- inn og takmarkið, sem alt stefnir að, betur en fólk, sem lifir á jörðinni, og hún segist vera svo sannfærð um að alt sé til góðs að lokum, að margt af þvi mótlæti, sem vinir hennar á jörðinni eiga að búa við, rýrir ekki svo mikið hamingju hennar í öðrum heimi. Hún segir einnig, að sá hæfileiki, að sjá réttlætið í öllum hlutum, hafi vaxið hjá sér. Á jörðinni sé kvartað yfir þeim rangindum, sem ríki svo víða, og sé auðvitað sjálfsagt að bæta úr þeim eftir megni, en á því sviði, sem hún er, segir hún að það sé tímaeyðsla, að vera að harma orðna hluti. En á lægri sviðunum, segir hún aftur á móti, að slíkt sé bæði rétt- mætt og gagnlegt, því að einungis með því að gera sér ljóst, hvað menn gerðu rangt í lífinu og á hvern hátt þeir hafi misnotað lífið og þau tækifæri, sem það færði þeim, er þeim kleift að komast upp á við tii æðri sviða. Segir hún, að tvö svið séu fyrir neðan það svið, þar sem þau eru, og að þeir, sem i raun og veru hafi verið slæmir menn, flytjist á hið neðra þeirra. Á efra sviðið fari þeir, sem ekki hafa eiginlega verið slæmir, heldur veikir fyrir og sjálfselskufullir, og hafa gert öðrum mein, vegna skorts á viðleitni til þess að gera rétt, frekar en að þeir hafi verið ákveðnir í að gera ilt. En eins og menn geta verið mismunandi í þessu sem öðru, þá segir hún, að á þessum tveim sviðum séu lika mismunandi stig, eftir því hvað hæfi hverjum og einum. Hlutverk þeirra, sem hærra eru komnir og fengið hafa nokkra reynslu, er einkum í því fólgið að fara til þeirra, sem hafast við á lægri sviðunum og benda þeim á, að til sé æðra svið ofar þeirra. En alveg eins og oft er erfitt að koma sumum jarðarbúum í skilning um, að til sé annar heimur en þeirra, þá er það örðugt að sannfæra þá, sem eru á lægri sviðunum, um tilveru æðri heima. En allir muni þeir samt láta sannfærast og leita upp á við að lokum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.