Morgunn


Morgunn - 01.12.1929, Page 72

Morgunn - 01.12.1929, Page 72
198 M 0 R G U N N til eru góðir og ástríkir menn, sem þessi lífsskoðun býr í. En við höfum allir lifað árin 1914—1918, og við vitum, hvað sú lífsskoðun má sín mikils, þegar í harðbakkana slær. Hvers vegna ætli þjóðirnar hafi setið á svikráðum hver við aðra á undan ófriðnum? Hvers vegna lendir mikill hluti siðaðrar veraldar í þeirri ógurlegustu blóð- laug, sem sögur fara af ? Hvers vegna var vitsmunum alls hins mentaða heims varið að mjög miklu leyti til þess að vinna mönnunum mein? Hvers vegna eru menn á nál- um um, að enn komi veraldarófriður? Ætli það sé ekki fyrir það, að lífsskoðun Jesú frá Nazaret hefir verið og er enn nokkuð veik í veröldinni? Eg geri ráð fyrir, að ykkur sé nokkurn veginn ljóst, að í því, sem eg hefi vikið að, sé um tvær leiðir að tefla. Önnur er hrein-mystiska leiðin, sem Jesús vísaði á og honum tókst svo dásamlega að fara. Þá leið hefir ekki nema tiltölulega örfáum mönnum auðnast að halda; a. m. * k. hefir það verið svo á Vesturlöndum. Fullyrt er af ýms- um, að Austurlandamönnum hafi ]>ar tekist betur. Eg hefi ekki þekking á ])ví máli. En óhætt hygg eg að full- yrða, að fjölfarin sé sú leið hvergi. Hin leiðin er hin almenna trúrækni-leið kristinna manna, sem kirkjan hefir altaf verið að benda oss á. Á þeirri leið er alls ekki að tefla um þá trú, sem veldur máttarverkum, né ])á trú, sem opnar vitundarsamband við annan heim, eins og Jesús lýsti trúnni, Eftir þeirri trú er alls ekki sózt. Miklu fremur mun mega segja, að meiri hluti manna hafi ímugust á öllu tali um hana, telji þær hugmyndir fremur óheilbrigðar og villandi. Mig langar í þessu sambandi að benda á atriði, sem í mínum augum er bæði kynlegt og eftirtektarvert. Þið hafið öll heyrt talað um þá svonefndu nýju guðfræði. Eg ætla auðvitað ekki að fara að gera grein fyrir henni í kvöld, enda er eg ekki fær um það. En eg tel mér óhætt að fullyrða, að eitt af viðfangsefnum hennar sé það að gera mönnum sem Ijósasta grein þess, hvað runnið sé frá Jesú frá Nazaret sjálfum og hvað sé viðbætur og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.