Morgunn - 01.12.1929, Page 75
M 0 R G U N N
201
ingi og það orð er notað í öllum öðrum efnum. Hin við-
urkendu trúarbrögð hafa engar slíkar sannanir að bjóða
nútíðarmanninum.
Eg geng að því vísu, að á öllum öldum hafi verið
til menn með þá trúarreynslu, er hafi gefið þeim full-
komið öryggi í lífinu. En þeir hafa áreiðanlega alt af
verið í miklum minni hluta. Hvað hefir þá verið og hvað
er um hina? Barnslegar sálir og menn, sem lítið hugsa,
eiga að öllum jafnaði auðvelt með tilveruna. En mönn-
unum með dýpstu hugsanirnar, sem vantað hefir eilífð-
arvissuna, hefir orðið þyngra undir fæti. Höf. Jobsbókar
gafst alveg upp við að finna réttlætið í tilverunni. Hann
fann ekkert annað en valdið, og reyndi að sætta sig við
það. Höf. Prédikarans fullyrti, að tilveran væri hégómi,
því að hann fann ekkert réttlæti í henni, engan tilgang
og enga gæzku. Svo hefir æði mörgum þess konar mönn-
um farið. Og þrátt fyrir alla grunnfærnina og vitleys-
una í veröldinni, eru það mennirnir með dýpstu hugs-
anirnar, sem mest mót setja á mennina. Menn hafa reynt
að setja hugsjónina um framþróunina hér á jörð í stað-
inn fyrir trú Jesú og trú kirkjunnar — þessa hugsjón,
að einhvern tíma, eftir ótölulegar aldaraðir, takist að
gera einhverja kynslóð, sem auðvitað ferst eins og allar
aðrar kynslóðir, svo og svo fullkomna. Slík hugsjón full-
nægir engum manni, friðar enga mannssál og gerir engan
betri né meiri mann.
Hvernig stendur á því, að þessar hugsanir, sem
liggja dýpst í Jobsbók og eru að kalla má einráðar í
Prédikarans bók, hafa um allar aldir sótt svo fast að
mönnunum og gera Jmð enn? Mér finst ]>að einstaklega
eðlilegt, — ef menn hafa ekki útsýn lengra en yfir Jienn-
an heim. Eg held, að ])að sé afar-örðugt mörgum mönn-
um að finna réttlætið og gæzkuna út úr því einu, sem
þessi heimur hefir að bjóða. En það er a. m. k. hugs-
anlegt, að Jætta verði auðfundið, ef útsýnið yfir tilveruna
stækkar svo, að ])að nái eitthvað inn í annan heim.
Er unt að koma auga á það útsýni annan veg en með