Morgunn - 01.12.1929, Síða 86
212
M O R G U N N
„Nei,“ svaraði hann. „Eg hefi gert það, sem eg vildi
gera. Það getur verið, að eg komi til þín aftur, en eg veit
ekki, hvenær það verður. Eg hefi fært þér sönnun fyrir
framhaldslífinu, betri sönnun en eg fékk nokkurn tíma.
Vertu þakklátur fyrir það. Menn missa oft alt með því
að biðja um of mikið. Vertu sæll, elsku drengurinn minn,
vertu sæll“.
Næsta morgun var eg kominn í Strandgötuna, þeg-
ar verið var að byrja að opna búðir og skrifstofur.
Mér gekk vel að finna strætið, sem mér hafði verið vísað
á. Það var Holywell Stræti, mjög nálægt Clement Danes
kirkjunni.
Eg gekk ofan eftir henni vinstra megin, eins og
eg hélt, að mér hefði verið sagt, og eg leit á hverja
látúnsplötu, sem eg gat komið auga á. Eg sneri við
aftur, en það var árangurslaust — eg gat hvergi fundið
„Davis og Sonur, málafærslumenn.“ Eg var kominn að því
að örvænta. Eg var jafnvel farinn að efast — eg fór
að halda, að þessi blindi miðill hefði dáleitt mig og látið
mig sjá það, sem hvergi var nema í heila mínum,
þegar öllu var á botninn hvolft. Auðvitað hefði eg getað
framkallað mynd af föður mínum — ekki voru nema
þrjú ár síðan er hann hafði dáið. Og þegar rödd hans,
áherzlur, málhreimur — eg hlaut að hafa verið dáleidd-
ur, og eg bölvaði sjálfum mér, fyrir að vera trúgjarnt
flón. Eg sá þetta nú alt svo greinilega i kaldri morgun-
birtunni, í vaxandi dunum umferðarinnar fram og aftur
Strandgötuna.
Eg var rétt að því kominn að fá mér vagn og aka
heim. Þá fór sú hugsun eins og elding gegnum mig,
hvort hann kynni að hafa átt við, að þetta væri vinstra
megin, þegar gengið væri vestur, en ekki vinstra megin,
þegar gengið væri í áttina til borgarinnar. Eg fór yfir
götuna nærri því með ólund. Eg leit á hverja
hurð. Þegar eg var kominn hálfa leið eftir stræt-
inu, nam eg staðar — gat eg trúað eigin augum mínum!
Eg sá litla látúnsplötu, og letrið á henni var nærri því