Morgunn


Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 8

Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 8
134 M O 1? G U N N land sem hann vill. Síðan kemur samband í draumum og sýnum, skilaboð ganga á milli á hinn fjölbreytilegasta hátt. Eina sögu hefi eg rekist á, sem er merkileg að því leyti, að hún lýsir tilraun til þess að sanna tilveru annars heims. S. S. nefnir hana ,,Dáins úrlausn“. Hún segir frá tveim prestum, er uppi voru snemma á síðastliðinni öld, síra Páli Ólafssyni í Ásum og síra Jóni Austmann, er síð- ast þjónaði Vestmannaeyjum. Síra Páll trúði ekki á ann- að líf eftir dauðann, „þótt hann kendi rétt kirkjulærdóm- ana“, og deildu þeir oft um þetta, vinirnir, er þeir sóttu hvor annan heim. Að lckum fór svo, að þeir bundu það fastmælum sín á milli, að hvor sem fyr dæi, skyldi birta hinum sannleika málsins, ef þeir lifðu eftir dauðann, og hægt væri að koma boðum á milli. Síra Páll dó fyrri, og svo liðu nærfelt þrjátíu ár, án þess síra Jón yrði nokk- urs var. Loks (árið 1852) dreymir hann, að vinur sinn komi og ávarpi sig á þessa leið: „Sæll vertu! Nú er eg kominn til að efna loforð mitt. Fyr var það ekki leyft. Þú hefir satt að mæla, annað og fullkomnara líf er oss ætlað eftir dauðann. En því rniður má eg ekki tefja. En til merkis um það, að eg hefi nú hitt þig, þá segi eg þér nú, að lát- inn er Bergur prestur, og er mér falið á hönd að taka á móti honum“. Skömmu síðar fréttist lát síra Bergs í Kirkjubæjarklaustri, og hafði það borið við sömu nótt og síra Jón dreymdi vin sinn. 1 þessari frásögn er þrent eftirtektarvert; í fyrsta lagi gerir síra Páll þarna tilraun til að færa vísindaleg rök fyrir tilveru sinni með því að segja frá atviki, sem vinur hans veit ekkert um fyr en síðar. I öðru lagi tekur hann fram, að sér hafi ekki fyr verið leyft að gera vart við sig; gæti það bent til þess, að hann hafi þurft lang- an undirbúningstíma, unz hann yrði hæfur til að koma fram erindi sínu; og í þriðja lagi er loks gert ráð fyrir því, að framliðnir menn geti haft það starf á hendi að taka á móti þeim, sem deyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.