Morgunn


Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 15

Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 15
M 0 R G U N N 141 séu ekki sprottnar af kenningum vísindanna og heimspek- innar. En þá er því til aS svara, að á seinni hluta síðustu aldar var í nafni vísinda og upplýsingar genginn ber- serksgangur gegn allri trú á annað líf. Þetta er yður vel kunnugt, því að þó að lærðustu náttúru- og stjörnufræð- ingar veraldarinnar séu nú á annari skoðun, og í vísinda- heiminum sé efnishyggjan dauðadæmd stefna, þá halda hálfmentaðir og þröngsýnir kreddukongar ennþá áfram að boða þá kenningu, að maðurinn sé aðeins sálarlaust kjötflykki, og lífi hans sé lokið með dauðanum. l>að ligg- ur því í augum uppi, að hugmyndir alþýðutrúarinnar um þessi efni eiga ekki stoð sína í vísindum 19. aldarinnar. En er þá nokkra skýringu unt að finna á þessu? Það má vafalaust koma með ýmsar tilgátur. Það má segja, að það spretti af löngun fólksins til þess að hugsa sér lífið •eftir dauðann, eins og það kýs að það sé; af umhugsun um dána menn í vöku og svefni, af lítilli gagnrýni á því ;sem fyrir ber o. s. frv. Engin þessi skýring fullnægir alls staðar, og því vil eg með fáum orðum reyna að gera grein fyrir því, sem mér virðist sennilegast og eðlilegast. Flest yðar kannast eflaust við svokallaðar sálarrann- •sóknir og athuganir dularfullra fyrirbrigða. Fjöldi merkra og samvizkusamra vísindamanna hefir nú um margra ára bil rannsakað með gaumgæfni hverskonar sálræna hæfileika mannanna. Niðurstaðan hefir orðið sú, að full- komlega vísindaleg sönnun hefir fengist fyrir tilveru ann- ars lífs, og það hefir einnig sannast, að skeyti eða boð hafa komið frá framliðnum mönnum. Eg hefi ekki tíma til að útskýra það nánar. En ef einhver af áheyrendunum hefði í huga þessa spurningu: ,,Hvernig veiztu að annað líf er til“, þá ætla eg að biðja hann að spyrja sjálfan sig að þessu: „Hvernig veiztu, að það er ís í Norðurpólnum? Hvernig veiztu, að til eru svertingjar í Afríku? Sjálfur hef- irðu ekki komizt í tæri við neitt af þessu, heldur treystirðu aðeins lærdómi og samvizkusemi rannsóknarmannanna. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.