Morgunn


Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 30

Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 30
156 MOKGUNN ritum sínum, jafnvel þótt þau fjalli ekki þeinlínis um trúarefni í þrengri merkingu. — Þetta er m. ö. o. hrein ,,ný-guðfræði“, afneitun — ekki að eins á ýmsum „undrum og dásemdum" gömlu guðfræðinnar, heldur og á öllum grundvelli hins gamla kristindóms. Það er alt farið, nema almenn og óljós trú- rækni án allrar fastrar, hlutlægrar undirstöðu. En hvað vinst nú við þetta, trúarlega, og er líklegt, að svona þurfi þróunin að verða? Fyrst og fremst vinst við þetta andleg einlægni,. hreinskilni hugans, samvizkusemi skynseminnar, ef svo má að orði kveða .Menn losna við alla hræsni og hálf- velgju í trúarefnum, alla málamiðlun milli sannleikans og lyginnar, alla þessa sundrung milli höfuðsins og hjartans, alt þetta ósamræmi milli skynseminnar og trú- artilfinninganna, sem þjáir marga. Þetta er að vísu nokkuð. En vinnst nokkur innileiki í trúnni eða vissa í voninni um viðhald verðmætanna? Eg hygg ekki, — heldur þvert á móti. Að vísu má segja, að menn trúi ekki vegna kraftaverkanna, heldur samsinni þeir krafta- verkin af því, að þeir trúa, en boðskapur kristindómsins og trúarbragðanna yfirleitt um faðerni guðs og bróðerni mannanna er nógu erfiður og ólíklegur, þótt menn hafi einhverjar dásemdir til að styðja hann með, og eg hygg ekki, að hann verði trúlegri, þótt menn eigi að eins að sannfærast um hann af tilfinningum sjálfra sín. Trygg- ing, sem er hvergi annars staðar að finna, en í sál ein- staklingsins, getur tæplega verið undirstaða almennrar sannfæringar. Einn er viss um viðhald verðmætanna, — annar viss um það gagnstæða. Oss vantar almennar, hlutlægar sannanir eða líkur fyrir viðhaldi verðmæt- anna, og þar eð öll vor verðmæti eru óaðskiljanleg frá persónuleika vorum, þá getum vér sagt, að vér þurfum sannanir fyir viðhaldi persónuleikans. Án þeirra svífa öll trúarbrögð, allar trúartilfinningar í lausu lofti. Þess- ar sannanir veita sálarrannsóknirnar og spíritisminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.