Morgunn


Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 74

Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 74
200 MOR6UNN dvalar nokkurn tíma; en að svo myndi verða, var þeim hjónum þá og öðrum fullkomlega ókunnugt, er fundur þessi var haldinn. Á síðasta fundinum, er haldinn var með ungfrú X, gat sá, er talaði af vörum ungfrúarinnar, um það í fundarbyrjun, að hann sæi fremur stórt skip. „Geturðu •sagt meira um þetta skip, eða hvar það er?“ spurðum við. — „Veit ekki hvar það er, þekki ekki staðinn, sé bara strönd þarna; skipið er kyrt. Eg sé bát hjá því, vélbát, það er margt fólk í bátunum, en veðrið er gott“. Ekki gat hann náð í meira um þetta. Undir fundarlok- in spurðum við hann, hvort ungfrú X myndi ekki ganga vel ferðalag það, er hún hafði ákveðið að fara með Esju, sem fór héðan áleiðis norður um land seint í maímán- uði. „Gengur henni ekki vel?“ spurðum við. — ,,0-jú“, svaraði hann, en mjög tók hann dauflega í það. „Jú, það gengur nú — vel“. Auðheyrt fanst okkur á andsvör- um hans, að hann myndi sjá einhverja agnúa á ferða- laginu, en um það vildi hann ekki ræða frekara. Eins og menn muna, strandaði Esjan á Breiðafirði í þess- ari ferð, og virðist sem það hafi verið, að vísu óljóst, gefið í skyn, með því, er hann talar um skipið, sem liggi kyrt, eins og eg hefi nýlega sagt frá. Ungfrúin var ein- mitt með Esjunni. En þó að þessar tafir yrðu á leið henn- ar, gekk ferðalagið vel að síðustu. Að þessu sinni sé eg ekki ástæðu til að fjölyrða meira um sálræna hæfileika ungfrú X. Yfirlit þetta er að vísu stutt, en eg tel það muni nægja til að gefa les- endum Morguns sæmilega skýra hugmynd um árangur- inn af fundunum, og sæmilegt yfirlit yfir hið helzta, er gerðist á þeim. Þeir voru haldnir með það fyrir aug- um, að rétta ungfrúnni hjálparhönd, hjálpa henni útúr þeim erfiðleikum, er áðurnefnd óþægindaáhrif ollu henni, og víst er það, að sú viðleitni bar tilætlaðan árangur. Hún losnaði algerlega undan þessum áhrifum og varð vonum fyr alveg eins og hún átti að sér að vera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.