Morgunn


Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 108

Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 108
234 M O R G U N N „Ef Mrs. Duncon er ekki ekta miðill, þá tek eg ofan og hneigi mig fyrir henni sem mesta núlifandi sjónhverf- ingamanninum. Með tveimur öðrum læknum var eg á ein- um fundi hennar í síðastl. marzmánuði, og áður en farið var inn í fundarstofuna, hjálpaði eg til að rannsaka hana og sauma utan um hana svörtu flíkina. Við sáum hinn hávaxna Albert standa við hliðina á Mrs. Duncan. Einum fundarmanni var leyft að taka í höndina á honum, og á meðan sáust hendur miðilsins. Margir aðrir líkamningar birtust, þar á meðal 5 ára gam- alt barn, sem söng dálítið kvæði og snart á meðan fingur eins fundarmanns". Eg hefi ekki rúm til þess að skýra frá vitnisburðum fleiri þjóðkunnra merkismanna, sem borið hafa vitni á prenti um fyrirbrigðin hjá Mrs. Duncan, er þeir höfðu séð, áður en þessar Lundúnarannsóknir fóru fram. En Dr. Margaret Vivian rannsakaði hana líka á eftir Lund- úna-fundunum. Og mér þykir sjálfsagt að skýra lesendum Morguns frá skýrslunni, sem hún gaf út eftir þær rann- sóknir. Hún er prentuð í ,,Light“ 1. jan. þ. á. Hún kveðst hafa haldið 12 fundi með frúnni. Fundarmenn hafi ver- ið 6 og þar af hafi 4 verið á öllum fundunum, og þeir hafi verið haldnir í góðu, rauðu ljósi. í marzmánuði 1931 hafði hún verið á fundi hjá frúnni, sem London Spiritualist Alliance hafði stofnað til, og hún gat ekki samræmt það, sem hún sá þá, við skýrslurnar, sem Lundúna-rannsókna- mennirnir gáfu út síðar. Hún efast ekki um, að þær skýrsl- ur hafi verið samdar eftir samvizkusamlega athugun, en hún efast ekki heldur um, að svo hafi verið um frásagnir Dr. Rust og annara merkismanna, sem höfðu komist að alt annari niðurstöðu en Lundúna-mennirnir. Og hún seg- ir, að sér hafi þótt þetta all-furðulegt. I>ví næst segir hún: „I’ess vegna bauð eg Mrs. Duncan að koma til mín, og nú leyfi eg mér að leggja fram ráðningu á gátunni, sem komið getur til mála. Mrs. Duncan er, að því er eg held, jafnvel enn næmari fyrir umhverfinu en meiri hlut-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.