Morgunn


Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 86

Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 86
212 MORGUNN Það virðist ekki leika vafi á, að þarna hafi Bjarni vitað, hvað bróður sínum leið, og jafnvel séð afleiðing- arnar af þessu lengra fram í tímann, en nokkur annar hjá okkur hefði getað. Öðru sinni var það, er Jón bróðir Bjarna var á togara úti í sjó, að hann sagðist hafa verið hjá honum, og hefði honum, þ. e. Jóni, verið ilt í hendi. Litlu seinna kom Jón í land og var þá með mjög slæmt handarmein. Á fundi á sama stað var það eitt sinn, að Steindór er að lýsa gamalli konu, sem stæði bak við stól stúlku, sem var á fundinum. Hann lýsir fyrst útliti, vexti og ýmsu, en stúlkan og systir hennar, sem líka var þarna, kannaðist ekki við hana. Hann talar um, að það hafi verið margir fuglar í kringum hana, en þær eru ekki vissar um, hver það er. Loks komast þær að þeirri niðurstöðu, út af fugl- unum, að ef þær geti kannast við hana, þá sé um tvær konur að ræða. Þá hrópar Steindór alt í einu: ,,Nei, þetta var þó skrítið! Hún, þ. e. gamla konan, tekur nokkuð af nafni stúlkunnar og setur á sig, og það er alt nafnið á gömlu konunni“. Stúlkan heitir María, svo að það sýnd- ist nú ekki gott að taka nokkuð af því nafni, og að það yrði fult nafn. En þá segir systir Maríu : „Nú skil eg þetta, nú veit eg hver konan er“. Og bætir svo við: „Vitið þið að María heitir líka Kristín?“ Enginn af öðrum fundar- mönnum hafði hugmynd um það. Þetta varð til að leysa gátuna. Kona þessi hafði búið í Breiðafjarðareyjum, og þar er, eins og allir vita, ekki laust við að sjáist fugl. En hvernig Steindór fer að sjá, að gamla konan tekur nokkuð af nafninu, það finst mér dálítið torskilið. Er nafnið hluti af manninum, eins og t. d. Eskimóarnir á Grænlandi halda fram? Og hefir það einhverja lögun eða mynd, svo að hægt sé að taka það í sundur? Hugs- ast getur auðvitað, að hann sjái bæði nöfnin letruð, en að hann geti ekki lesið þau, skoði þetta því sem hlut, sjái konuna taka nöfnin í sundur og setja annan hlutann á sig, og þá hrópar hann þetta, svo sem áður er sagt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.