Morgunn


Morgunn - 01.12.1933, Side 91

Morgunn - 01.12.1933, Side 91
MORGUNN 217 að segja upp embættinu, kom húsbúnaði mínum fyrir, og ásamt konu minni þá eg vingjarnlegt gestrisni-tilboð um að dveljast í húsi vinar míns, sem er lögfræðingur. Við höfðum ekki verið þar fulla þrjá daga, þegar eg fékk bréf frá lávarðsfrú einni (sem eg hafði aldrei hitt, en henni höfðu verið send nokkur af blöðunum, er ræður mínar höfðu verið prentaðar í). Hún spurði, hvort eg gæti tekið að mér prestakall, þar sem hún átti heima, um þrjá mánuði, því að presturinn þar væri að fara til útlanda sér til heilsubótar. Eg skrifaði henni tafarlaust og þá boðið. Eftir fáeina daga fékk eg bréf frá prestin- um; hann bauð mér þessa bráðabirgðastöðu, og nú var um það samið, að eg skyldi flytja mig inn í íbúð hans 1. febrúar 1928. Nú lá fyrir að hugleiða það, hvað eg ætti að gera við vikurnar þangað til. Bréf kom frá göfuglyndum vin- um okkar í London, sem buðu okkur íbúð sína með hús- gögnum, meðan þau væru að heiman, í Egyptalandi. Við þágum boðið með þökkum. En áður en við fórum frá Edinborg, var eg einu sinni að renna augunum yfir dálkana í KirlcjutíSindum (Church Times), og meðal annara prestaauglýsinga sá eg þar eina, sem mér geðjaðist sérstaklega vel að. Hún var um aðstoð, sem óskað var eftir við kirkju í einni undirborg- inni í London, og eg fann hjá mér sterka hvöt til þess að svara þessari auglýsingu. Eg gerði það og presturinn bað mig að tala við sig. Hann bauð mér tafarlaust að taka við þessu starfi, þangað til eg færi í bráðabirgðastöðuna, sem um hafði verið samið. Eg undi hag mínum einstaklega vel við þessa kirkju, en eg minnist á þetta vegna fremur einkennilegs at- viks, sem gerðist meðan eg var þarna, og varð að lokum til þess, að eg fór til Hampshire. Maður, sem hafði verið í söfnuði mínum í London, kom til mín einn daginn og spurði mig, hvort eg væri fús á að taka við prestakalli. Eg hélt í fyrstu, að hann væri að gera að gamni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.