Morgunn


Morgunn - 01.12.1933, Side 103

Morgunn - 01.12.1933, Side 103
MORGUNN 229 heimili mínu, Mica kom þá og sagði: »Farðu með honum til yfirmanns hans, láttu hann segja honum alla söguna, og ekki segja neitt ósatt. Vegna fyrirbæna móður hans munum við fá leyfi til þess að standa bak við og hjálpa«. »Hvernig eigið þið að geta hjálpað, þið frá öðrum heimi?« spurði eg. Hann svaraði: »Við getum komið meiru til leiðar en nokkur maður heldur, og þú ættir að verða siðasti mað- urinn til þess að efast um það«. Kvöldið eftir fór eg aftur til mannsins, eins og eg hafði lofað, og sagði honum, hvað Mica hefði sagt. »Það verður fangelsi. Ó, guð minn góður! eg get þetta ekki. Þá vil eg heldur deyja, en gera konunni minni og drengn- um svívirðing«. Hann stóð upp og gekk fram og aftur um gólfið. Þá nam hann staðar andspænis mér. »Konan mín verður að fá að vita þetta alt; á morgun verð eg tekinn fastur; þá verða aðrir til að segja henni það. Nei, eg vil heldur segja henni það alt sjálfur«. Hann gekk að dyrunum til þess að kalla á hana, en eg stöðvaði hann og sagði: »Segið þér ekkert, fyr en við höfum talað við yfirmann yðar á morgun. Þá fáum við að sjá úrslitin«. Eg tók það fram við hann hvað eftir annað, að þetta yrði honum fyrir beztu, og að lokum lofaði hann að fara að mínum ráðum og gaf mér hönd sina upp á það. Næsta dag kl. 11 árdegis hittumst við í skrifstofunni — höfðum komið okkur saman um það — og fórum sam- an inn til yfirmannsins. Hann var á að gizka fimtugur, skarpleitur, hæruskotinn og með hlýlegt en festulegt augna- ráð. Egon var fölur og skalf af kulda, svo að húsbóndinn sagði: »Hvað gengur að yður? eruð þér sjúkur?« Eg svaraði: »Hann hefir leiðinlega sögu að segja margra ára yfirmanni sinum. Eg bið yður að vera rólegan. Þegar hann hefir sagt yður alt, munuð þér skilja það«. Og þá byrjaði játningin. Meðan á henni stóð, sá eg marga framliðna menn, og þar á meðal móður Egons og Mica.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.