Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Side 33

Morgunn - 01.12.1939, Side 33
MORGUNN 159 vakandi eitt eða annað, eða segja þeim frá einhverju, er þeim er svo ætlað að segja viðstöddum frá. Hjá sumum slíkum miðlum hafa einatt komið afburða góðar sannanir. En stundum virðist hæfileikum hinna sálrænu manna þannig háttað, að hæfileikar þeirra njóta sín þá fyrst, er þeir hafa misst meðvitund. Ýmsir þeirra, sem fróðastir eru um þessi mál, telja sennilegast að stjórnendurnir noti þessa aðferð vegna þess, að þeir nái öruggari tökum á starfsorku hinna sálrænu manna með þessum hætti, held- ur en annars væri unnt, og margt sýnist benda til þess, að starfsemi vökuvitundar þeirra geti stundum torveldað eða takmarkað starfsemi stjórnendanna. Nokkur ástæða er og til að ætla, að orka sú, sem nauðsynleg er til þess að hin sálrænu fyrirbrigði fái notið sín og geti gerzt, sé og að einhverju leyti virkur aflgjafi í starfsemi vökuvit- undarinnar og nauðsynlegt sé því að loka þeim leiðum þau augnablik, er hin sálrænu fyrirbrigði gerast, svo að unnt sé að nota alla þá orku, sem völ er á í þágu þess, sem á hverjum tíma á að gera. Sé það nú líklegt, að sálrænir hæfileikar hugsanlegs miðilsefnis fái notið sín bezt með þessum hætti og sá, sem þeim er búinn, vilji þroska þá, fer hann bráðlega að finna til einkennilegra svefnáhrifa við þau tækifæri, vitund hans um stað og stund sljóvgast meir og meir, honum finnst eins og 'hann sé að fjarlægjast sjálfan sig, unz hann missir með öllu af vitundarsambandi við þá, sem með honum eru og hættir að heyra til þeirra. Ekki er þó ástæða til að ætla að þetta gerist þegar fyrstu kvöldin, sem með honum er setið, þó að hann kunni að finna til einhverra slíkra áhrifa, en fyrir getur það þó komið. Ef að þessu sýnist stefnt, er gott að fundarmenn syngi, en þyki það þreytandi til lengdar, er og hentugt að fundarmenn rabbi saman, en gæta verður þess að umræðu- efnið sé slíkt, að ekki sé líklegt að það hafi áhrif á miðil- inn eða valdi honum áhyggjublöndnum hugsunum um ástand sitt eða snerti hann að neinu, því að gera verður ráð fyrir því, að svefnástand hans sé ekki verulega djúpt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.