Alþýðublaðið - 25.08.1923, Page 1

Alþýðublaðið - 25.08.1923, Page 1
t í i 1923 LaugardagÍRD 25. ágúst. 193. tölublað. SteinQlíQeinkasalan. Samkcppni Landsvcrzlnnar. Árið 1917 er Steinolíufélagið enn einvalt, en þá samþykkiv alþingi þó lög/ senr loks flmm árum síðar hafa getaö riðið þessum kúgara sjávarútvegsins nð fuliu, hehnildar- lög utn einlcasölu á steinolíu, þar ætlast er til, að ríkið hafl sjáift á höndum einkasölu steinolíu. Landsverzlunin var þá sem óðast að eílast, og gerði htin tilraunir með olíuinnílutning frá Bandaiíkj- unum. Var olían fyrst keypt fyiir milligöngu heildsala, en þrátt fyi ir það sýndi sig, að Landsveizlunin gat selt olíu sína mikiu lægra verði heldur en Steinolíufélagið, og gekk svo fram á vorið-1918, að þessi nýja olíuverzlun efldist. Landsverzlunin flutti mönnum einnig olíuna beint frá útlöndum á útvegsstaðina og sparaði því kaupendum stórfé með því að losa þá við farmgjöld frá Reykjavík. Um vorið 1918, er bresku samningarnir voru gerðir, var þessi olíuverzlun Landsverzlunar- innar stöðvuð af erlendu valdi. Samið hafði verið um kaup á steinolíu handa íslandi eins og aðrar vörur, og var við því búist, að Landsverzlunin fiytti inn þessa olíu. IJegar til kom, heimtaði stjórn Bandaríkjanna, ekki að samheppnisverzlun yrði um stein olíuna, heldur að H. I. S., úti- hú Standard Oil, hefði á höndum atla steinolhiverzlunina, meðan á samningum stœði Sýnir þessi krafa bezt, að ríkiseinkasala á steinolíu er ekki að eins nauðsynleg vegna veiðlags og gæða olíunnar, heidur er hún einnig sjálfstœðismál. Bn i þetta sinn varð ísland að láta undan. Steinoiíufélagið hafði olíuverzl- unina síðan samkeppnislaust þang- að til í janúar 1921, og var veröið þenna tíma svo úr hófi keyrandi, 1 að bátaútgerðin var algerlega að sligast. Pá komst Landsverziunin í samband við British Petroleum Co. í London, sem er sölufélag fyrir Anglo-Persían, og varð úr, að Landsverzlunin keypti einn stein- olíúfarm frá undirfélagi þess í Skotlandi. Þegar Steinolíufélagið vissi um innflutning þenna, setti það þegar í st,að olíuverð sitt niður um 14 kr. 25 aura tunnuna. Landsverzlunarolían varð 30 kr. ódýrari en Steinolíuféiagsolían hafði vérið áður, og lækkaði Steinolíu- félagið þá enn olíu sína um 5 kr, 25 aura, en olía Landsverzlunar varð þá samt 10 kr. 50 au. ódýr- arl tunnan, Sé geDgib út frá því, að Steinolíufélagið hafl til vorsins selt helmingi meiri olíu vegna samninga við útgerðarmenn og betri aðstöðu í upphafi heldur en Landsverzlunin, yrði hagnaður út- gerðarmanna á þessum innflutn- iDgi Landsverzlunarinnar: Lækkun um 20 kr. á 10 þús, tn. hjá Steinolíufél. 200 þús. Lækkun um 20 kr. á 5 þús. tn. hjá Landsverziun 100 — Verðmunur um 10,00 á 5 þús. tn. hjá Landsverzl. 50 — Alls 350 þús. auk beins ágóða Landsverzlunar. Landsstjórnin vildi samt ekki (Framkald á 4. síðu.) Drengjamót „Armanns" fer fram á íþróttavellinum á morgun og hefst kl. 3 e. h. Kept verður í þessum íþróttum: Hlaup: 80, 400, 1500 og 4 X 80 metra boðhlaup. Köst: Kringlukast og spjótkast (betri hendi). Stökk: Langstökk, hástökk og stangárstökk. Aðgangseyrir er 1 kr. fyrir fuliorðna og 50 aurar fyrir börn. Glímufélagið Ármann. Frá næsta mæiaálestri, mánaðamótin ágúst—september að teija, hækka gjöld íyrir raflýsingu aftur upp í 75 aura hver kw.stund og fyrir suðu og hitun um sérst^kan mæli upp í 16 aura hver kw.stund. Rafmagnsveita Reykjavíkur. Lokað fyrir stranminn sunnudagsmorguninn 26. þ. m. kl. 4V2—7- % Rafmagnsveita Reykjavíkur,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.