Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Side 92

Morgunn - 01.12.1939, Side 92
218 MORGUNN hjá þeim. Og þá kemur einnig þetta fyrir, sem áður var minnzt á, að andastjórnendur verða fyrir áhrifum af ákveðnum hugmyndum miðla sinna, og skjátlast fyrir þá sök. Ég get vel trúað að þetta sé orsökin til flestra eða allra spádómanna, sem nú hafa brugðizt, um að engin styrjöld yrði. Það virðist auðsætt, að þessi heimur stjórnast af tveim- ur andstæðum lögmálum — forlögum og frjálsum vilja. Það þýðir ekki að fást um, að þetta sé sama sem að segja, að náttúran feli í sér fjarstæður. Náttúran er fjarstæðu- kennd. Það geta allir sannfærzt um ef þeir hugsa sig um í fimm mínútur. Hvers vegna verða menn ástfangnir í þeim, sem þeim eru gjörólíkir? Hvers vegna geta ásjáleg- ustu menn oft verið mjög óviðfelldnir? Hvers vegna skyldu skáld, heimsspekingar og mjög sönghneigð þjóð geta leiðzt út í versta styrjaldaræði? Og svo framvegis. Ég hef fengið órækar sannanir fyrir, að andar reyna til að hafa áhrif á menn og konur, til að hjálpa þeim að ná takmarki sem þau þrá. Og aftur hef ég eins fullar sann- anir fyrir, að þeir sjá fyrir það, sem ekki verður um flúið, þó að þeir vildu afstýra því, ef þeir gætu. Einn stjórnandi sagði nákvæmlega fyrir, að Rússar mundu bregðast málstað Bandamanna í síðustu heims- styrjöld. Af tvöhundruð manns, sem hlýddu á þennan spá- dóm, var enginn sem fékkst til að trúa því. Á þeim tíma barðist Rússland mjög ákveðið með bandamönnum og sýndu þeim fyllsta trúnað. Samt sem áður reyndist spá- dómurinn sannur. Sami stjórnandi fullvissaði mig og aðra um, að það mundu verða styrjaldir, án þess að nokkurt stríð hefði verið sagt á hendur. Mér þótti þetta ákaflega ósennileg staðhæfing, þangað til ég minntist innrásar Japana í Kína. Og sömu aðferð tók Hitler upp móti Pól- landi. Þessi spádómur var að minnsta kosti að hálfu leyti sannur. En spiritisminn stendur ekki og fellur með styrjaldar- spádómum. Þegar svona mörgum skjátlast, þá sýnir það,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.