Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Side 5

Morgunn - 01.12.1944, Side 5
M O R G U N N m hefir verið minnzt. Það er út af fyrir sig skiljanlegt vegna þess, að þetta atriði hefir verið langflestum mönnum óskilj- aniegt með öllu, þangað til þekking síðustu tíma á anda- heimunum og starfi leiðtoganna þar, er að gera oss mögu- legan meiri skilning á þessu efni. í trúarjátningunni, sem nofnd er hin postullega, þótt hún sé ekki til orðin fyrr en nokkurum öldum eftir að postul- arnir voru uppi, var oss þegar í bernsku kennt, að eftir krossdauðann, en fyrir upprisuna, hafi Kristur „stigið nið- ur til heljar", en svo nefnir Ritningin stundum vansælu- staðina annars heims eða ástand þeirra ógæfusömu sálna, sem bera annars heims kvöl og þjáning eftir breytni sína á jörðunni. En til hvers steig Kristur niður til heljar? Ekki þurfti hann að ganga i gegn um neinn hreinsunareld fyrir afbrot jarðlífsáranna, ekki þurfti hann að bæta fyrir drýgðar syndir með þjáningum, hann, sem saklaus þoldi þjáningar hins sárasta dauðdaga. 1 Pétursbréfinu er þeirri spurning svarað og oss er sagt, að hann hafi stigið niður í vansælustaðina til þess að „predika fyrir öndunum í varð- haldi“, eða m. ö. o. til þess að flytja ljós guðlegrar líknar inn í myrkrið til þeirra, sem voru ógæfusamastir allra, flytja fagnaðarboðskapinn um miskunnsemi himnanna til þeirra, sem í sjálfskapaðri kvöl voru í fjötrum, sem þeir höfðu bundið sér sjálfir með ástríðufullu nautnalífi, hatri eða grimmd. Við þetta er átt með hinum dularfullu orðum, sem oss voru kennd i bernsku um hinn heilaga Ijóssins og himn- anna son, sem bæði tók á sig jarðneska þjónsmynd jarð- neskum mönnum til líknar og steig auk þess einnig niður í myrkurheima tilverunnar, til þess að boða lausn þeim, sem þar voru í fjötrum. Innan um illgresi fornheiðinna og gyðinglegra hug- niynda um útskúfun og eilífa refsing fordæmdra sálna, sem illu heilli náði að festa rætur í kristninni og hefir i'eynzt svo lífsseig, að hún á jafnvel formælendur enn inn- an kirkjunnar, lifnaði og óx fegursta blóm kristninnar,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.