Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Side 79

Morgunn - 01.12.1944, Side 79
MORGUNN 173 Þá hefir rithöfundurinn fi’ú Elínborg Lárusdóttir safn- að efni til og ritað að nokkuru merkilega bók um 'Andrés heitinn Böðvarsson, miðil. Þetta var Úr dagbók þarfaverk, sem ber að þakka, ekki sízt miðils. vegna þess, að Andrés heitinn starfaði stuttan tíma sem miðill og er því mörg- um unnendum sálarrannsóknamálsins lítt kunnur. Með hliðsjón af hinni merku greinargerð frú Salvarar Ingi- mundardóttur, konu miðilsins, fyrir ástandi hans og líðan, verður manni Ijóst, hvað það getur kostað þann, sem sál- rænum gáfum er gæddur, að hafa ekki skilyrði til að nota þær gáfur rétt. 1 MORGNI, VII, 1, birtist grein eftir Andrés heitinn, sem hann nefndi Ýmiskonar sálræn reynsla mín, og aftur í fyrra hefti IX. árg. ritgerð eftir Einar H. Kvar- an um Andrés heitinn, Vanrækt miðilsgáfa, þar sem birt var hin athyglisverða greinargerð frú Salvarar. I bók frú Elínborgar er vitanlega miklu meira efni en í þessum rit- gerðum, og ýmsar frásagnir miðilsins sjálfs, sem menn munu lesa með mikilli athygli. MORGUNN þakkar frú Elínborgu verk hennar. Þessi bók verður mikið lesin, og vissulega verðskuldar hún það. Eins og útvarpshlustendum er kunnugt, varð próf. Þórð- ur Sveinsson, geðveikralæknir, sjötugur fyrir nokkuru. Hefir hann verið varaforseti Sálarrann- Prófessor Þórður sóknafélags Islands eftir próf. Harald Sveinsson læknir. Níelsson. Þórður Sveinsson er þjóðkunn- ur gáfumaður og svo sérkennilegur mað- ur á marga lund, að þeim, sem kynnast honum, mun virð- ast hann engum öðrum manni líkur. Hann er með allra skemmtilegustu mönnum í viðræðum, stórfi’óður, víðles- inn og orðheppinn í viðræðum svo að af ber, berorður og þó drengskaparmaður mikill. Þrátt fyrir það örðuga hlut- skipti, að hafa nú um níu ára skeið verið bundinn við stól- inn sinn, og átt við mikla vanheilsu að stríða áður, hefir eldurinn innra í honum ekki dofnað, gáfurnar glampandi

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.