Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 67

Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 67
MORGUNN 145 leik. En þegar þeir spurðu mann nokkurn, sem bjó þarna við veginn, kvaðst hann ekki hafa séð neina hermenn. En óhjákvæmilegt var, að hann hefði séð þá, ef þeir hefðu raunverulega farið eftir veginum. Þá er spurningin: urðu þessir tveir vísindamenn raun- verulega fyrir skynvillum? Vér vitum, að fjarhrifin eru staðreynd, og gat þá þessi sýn stafað frá einhvers konar fjarhrifum. Ef maður verður fyrir skynvillu, er hugsan- legt, að annar maður, honum náinn, geti fengið hlutdeild í þeim með honum. Það skal játað, að erfitt er að hugsa sér svo náið samband milli tveggja manna. En ennþá erfiðara er þó að hugsa sér, að hér hafi eitthvað efnis- rænt verið á ferðinni, sem tók við og endurvarpaði frá sér ljósgeislum, svo að það varð sýnilegt. Reimleikar framkallaðir með dáleiðslu. Dr. John Björkhem, sænski sálfræðingurinn, sem gert hefur fleiri tilraunir en nokkur annar maður með að fram- kalla reimleika, hefur heimsótt okkur. Dr. Björkhem er lærður prestur, sálfræðingur og læknir, og með hjálp dá- leiðslu hefur hann leyst af hendi merkilegt verk í þessum efnum. Einhverju sinni kom 17 ára gömul stúlka frá Upp- sala til hans. Hann dáleiddi hana — hún hafði aldrei verið dáleidd fyrr — og bað hana því næst að heimsækja fjöl- skyldu sína, sem átti heima í 400 kílómetra fjarlægð. Án þess að hreyfa sig úr stólnum, lýsti hún fyrir dávaldinum, hvað fyrir sig bæri. Hún sagðist vera stödd í eldhúsinu heima hjá sér og standa með annan fótinn uppi á stól, móðir hennar væri að búa til mat, en faðir hennar væri að lesa í blaði. Hún sagði, hver yfirskriftin væri á blað- síðunni, sem hann væri að lesa. Fáeinum klukkustundum síðar var hringt að heiman frá stúlkunni til einnar vin- konu hennar og spurt, hvort nokkuð gengi að henni. Fólkið heima í eldhúsinu hefði séð hana þar, standa með annan 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.