Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Blaðsíða 49

Morgunn - 01.12.1947, Blaðsíða 49
Aldarafmæli Prestaskólans. (Eins og lesendum Morguns mun öllum kunnugt, var aldarafmæli Prestaskólans haldið hátíðlegt með allmikilli viðhöfn 2. okt sl. Full- yrða má, að íslenzkir unnendur sálarrannsóknamálsins hafi fylgt þeirri hátíð eftir af alhuga, svo ríkur þáttur í þeirri mipning hlaut nafn séra Haralds Nielssonar að verða. Enda var hans að verðleikum minnzt lofsamlega í ræðum, sem fluttar voru, og einnig á prenti, í riti séra Benjamíns Kristjánssonar, Islenzkir guðfræðingar.l. Er það sannarlega sízt af öllu furðuefni að svo skyldi gert, en ýmsum þykir furðuefnið annað, sem sé það, hve lítið fer fyrir þvi, að þeir menn taki sálarrannsóknamálið af alvöru í þjónustu kirkjunnar, sem bæði sjá og viðurkenna, hvílíkur þáttur það var i hinu stórmerka starfi séra Haralds fyrir íslenzka kristni. Af öilum hugsandi mönnum og hleypidómalausum er það viðurkennt, að merkileg trúvakning varð á íslandi afleiðing þess, að séra Haraldur kynntist sálarrannsókn- unum og gerðist annar frumherji þeirra með þjóð vorri, en er það þá ekki furðulegt, að þeir menn, sem sjá þetta og viðurkenna, skuli ekki nota þetta vígða vopn kristninni til eflingar og trúarlifinu til blessunar? Það er ekki nóg að viðurkenna það, að spíritisminn hafi orðið fjölda kvenna og karla til belssunar með þjóð vorri, sú viður- kenning leggur þeim, sem láta hana uppi, alvarlegar skyldur á herðar. Um séra Harald var að sjálfsögðu margt lofsamlega skrifað og sagt, en margir spurðu: hafa þeir, sem voru nemendur hans, og fengu að njóta kennslu hans og áhrifa, gert skyldu sína við þjóðina? Það er ekki óskiljanlegt, þótt nokkurrar óþolinmæði gæti í garð þeirra nemenda hans, sem söfnuðirnir kusu fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að þeir komu undan handarjaðri hans og létu í veðri vaka, að þeir •hefðu orðið fyrir sterkum áhrifum af honum, en hafa síðan lítið lið lagt þeim málum, sem honum voru mál málanna. Vér prestarnir kvörtum oft undan tómlæti safnaðanna, en hafa söfnuðirnir ekki oft ástæðu til að kvarta undan tómlæti voru? Þessar spurningar voru ofarlega á baugi í hugum margra, þegar íslenzkir guðfræðingar og prestar komu saman til þess að minnast aldarafmælis skóla síns, skólans, sem séra Haraldur hafði helgað eldlegan áhuga sinn, lærdóm og vitsmuni. I veizlunni, sem ríkisstjórnin hélt að Hótel Borg, var séra Kristinn Daníelsson til þess kvaddur að flytja aðalræðuna fyrir minni skólans, og mun öllum, sem á mál hans hlýddu, hafa fundizt mikið til um skörungsskap hins 87 ára gamla öldungs, er hann stóð i ræðustólnum. Morgunn flytur hér ræðu hans, eins og hann hafði upprunalega gengið frá henni sjálfur, en lítið eitt stytt mun hún einnig birtast í Kirkjuritinu. J. A.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.