Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 43

Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 43
MORGUNN 37 öryggisleysi um framtíðina og úrræðaleysi í aðsteðjandi vandamálum en nokkru sinni fyrr, er hætta á að ýmsum fatist hið rétta mat bæði á sjálfum sér, tilgangi lífsins og hinum raunverulegu verðmætum þess. En í hverskonar vanda og raunum mannlegs lífs er eitt — og einkum eitt — sem vér aldrei megum gleyma, og sem þessi bók minnir oss alveg sérstaklega á: Mannsál, mundu, að þú ert eilíf.“ 1 öðrum löndum er mönnum ljóst, hve stórkostlega merkilegan skerf próf. Haraldur Níelsson lagði til sálar- rannsóknanna, t. d. mun vera í undirbúningi sænsk útgáfa af nokkurum erindum hans, en enn síður megum vér land- ar hans gleyma, hvern skerf hann lagði til menningar þjóðar vorrar. Erindasafnið kom út í sæmilegri útgáfu og kostar í góðu bandi aðeins kr. 37,00 og óbundin kr. 30,00. Þá kom út fyrir jólin bókin FurÖuleg fyrirbæri eftir ensku skáldkonuna Margaret Gordon Moore, í þýðingu séra Sveins Víkings, en Bókaútgáfan Fróði, Rvik, gaf út. Frú Gordon Moore er orðin kunn fyrir bækur sínar, m. a. um sálræn efni, og seljast bækur hennar vel. Hún segir mjög skemmtilega frá morgskonar furðulegum fyrir- bærum, reynir lítt að skýra þau, en lætur lesandanum eftir að draga sínar ályktanir af sögunum. Er bók þessi í senn fræðandi og prýðilega skemmtileg aflestrar, enda var henni óðara vel tekið og seldist hún vel. Þýðing séra Sveins er eins og vænta mátti hin ágætasta. Bókin ber með sér, að höf. er ritfær með ágætum. Frú Gordon Moore er gædd skyggni- og dulheymargáfu. „Furðuleg fyrirbæri" kosta í vandaðri útgáfu og í góðu bandi kr. 60,00. Þá kom eftir nýárið þriðja bókin um sálarrannsókna- málið: Könnun andaheima eftir John Butler, ágætan sálar- rannsóknamann, í þýðingu frú Ágústu Björnsdóttur. Hefur frúin ekki fengizt við þýðingar fyrr, en tekst prýðilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.