Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Page 45

Morgunn - 01.06.1952, Page 45
Stjórnmálamaðurinn, sem leitaði sambands við Roosevelt forseta látinn. ★ Morgunn hefur áður skýrt frá því, að hinn alkunni for- sætisráðherra Canada, Mackenzie King, hafi verið sann- færður spíritisti og leitað sambands við annan heim hjá kunnum miðlum. Um það mál var haft hljótt meðan for- sætisráðherrann lifði hér á jörðu, en síðan hann andaðist hefur mikið verið um málið ritað, einkum fyrir vestan haf. I aprílmánuði s. 1. birti danska blaðið National Tidende grein þá eftir Rechendorff, sem hér kemur í íslenzkri þýð- ingu: Höfuðstjómmálamaður Canada í meira en mannsaldur, formaður frjálslynda flokksins og forsætisráðherra lands- ins í mörg ár, Mackenzie King, bjó yfir leyndarmáli, sem sárfáum var kunnugt og kom fyrst opinberlega fram eftir andlát hans: Hinn mikli stjórnmálamaður var eindreginn spíritisti og leitaði leiðsagnar í gegn um miðla í meira en 25 ár, bæði í einkamálum sínum og um stjómarathafnir. Fyrsta fregnin um þetta áhugamál forsætisráðherrans kom frá náinni vinkonu hans, hertogafrúnni af Hamilton, og var birt í ameríska blaðinu Ps. News. Síðan hafa komið fram mörg gögn í málinu, en ýtarlegast er frá því sagt í Toronto-tímaritinu Macleans National Magazine. Höfund- urinn þar er hinn víðkunni rithöfundur Blair Fraser. Hann er ekki spíritisti, en gagnrýninn og efagjam blaðamaður, sem myndar sér ekki fyrir fram skoðanir um málin en leitar staðreyndanna einna. Staðreyndunum um hina

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.