Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 69

Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 69
MORGUNN 63 þá virðist mér hún ekki aðeins víkka hugmyndir vorar um alheiminn, heldur líka benda til hinna duldu eðliseinkenna þeirra tilverusviða, sem sálarrannsóknavísindin eru að opna fyrir oss. Niðurstöður vísindalegra rannsókna á hvaða sviði sem er fá aldrei unnið spiritualismanum mein, þó þær kunni með einhverjum hætti að hrófla við einum eða öðrum hefðhelguðum fræðikenningum kerfisbundins átrúnaðar, en jafnframt er það hyggja mín að hin nýja heimsmynd- unarkenning, sem oss hefur nú verið flutt á öldum Ijós- vakans, fái aldrei skaðað hina hreinu og sönnu guðstrú eða rofið samstillingarvitund hins einlæga og sanna trú- manns við guðdóminn. Að baki öllu er eining og samræmi og hyggja mín er sú, að þessi nýja heimsmyndunarkenn- ing kunni að stuðla að því að gera oss næmari fyrir áhrif- um frá grunndjúpi hins mikla samræmis og að þau séu líkleg til að valda straumhvörfum í lífsstefnuvali og lífs- skoðunum manna, gera þær andlegri, víðsýnni og fegurri, þjóðfélagsskipulagið göfugra, stuðla að andlegri þróun og vexti mannlifsins á öllum sviðum. Um tilviljun eða hend- ingu er ekki að ræða í alheimi víðum, heldur lögmál, skipulag og þróun. Áreiðanlega væri það hollt fyrir oss að hafa þetta jafnan í huga. Hraði er eitt af því, er mjög einkennir nútíð vora. Hann setur ekki aðeins svip sinn á daglegt líf vort og störf, hans gætir einnig á hugrænum vettvangi. Nýjar hug- myndir og hugsjónir sækja oss stöðugt heim, vér kom- umst ekki hjá að svara áhrifum þeirra með einhverjum hætti, og verður að gera það með meiri skjótleik en áður var venja. Víða má sjá dæmi þessa. Því er t. d. haldið fram, að þroski barnssálarinnar sé örari nú en áður var. Vísindin hafa þegar fært oss heim sanninn um, að magn- þrungin geimorka berist hvert augnablik ævi vorrar um umhverfi það, er vér lifum í og gegnum sjálfa oss. Eðli- legt að svo sé, því að vér erum hluti af alheiminum. Nú þegar vitum vér, að hver einasta efnisræn orkualda kann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.