Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 10
4
MORGUNN
mannsskálarinnar, en ekki á allsherjarupprisu á efsta
degi, og þaðan af síður á upprisu holdsins. Grikkir trúðu
því, að líkaminn væri dauðlegur, en sálin ódauðleg og ætti
því aldrei að sameinast jarðneska líkamanum eftir að-
skilnaðinn á andlátsstundinni. Þess má sjá dæmi í Postula-
sögunni, hve fáránleg Grikkjum og grískmenntuðum mönn-
um þótti prédikun kristinna manna um líkamlega upprisu
Jesú Krists.
Þannig verður óðara skarpur árekstur, þegar kristin-
dómurinn fer að breiðast út um gríska heiminn, og ger-
samlega tilgangslaust reyndist fljótlega að telja grísk-
menntaða menn á það, að holdið jarðneska ætti aftur að
rísa upp. Þeir gátu trúað því þarna austur í Persíu og á
Gyðingalandi. Grikkir töldu sér algerlega óboðlegar slík-
ar hugmyndir.
Þetta hefir vafalaust skilið fyrst og bezt sá maðurinn,
sem til þess varð að boða Grikkj um og hinum grískmennt-
aða heimi kristna trú. En sá var Páll postuli. Annað
tveggja varð að gerast, að gefast upp við kristniboðið í
öllum þeim löndum, þar sem gríska menningin stóð fót-
um, en þau lönd voru kjarninn í Miðjarðarhafslöndunum,
eða þá að falla frá einstrengingslegri boðun upprisu holds-
ins. Andspænis þessum mikla vanda stendur Páll þegai'
snemma á trúboðsárum sínum, og hvernig leysir hann
vandann ?
Mörg ummæli hans í bréfunum sýna fráhvarf frá hug-
myndum feðra hans um upprisu holdsins, en hins vegar
hefir honum fundizt óhugsandi hugmynd Grikkja um lík-
amalausa tilveru látinna manna. Hann fullyrðir í einu
bréfa sinna, að „ekki geti hold og blóð erft guðsríki“ og
afneitar þannig trúnni á upprisu holdsins, en setur í
hennar stað, einkum í 1. Korintubréfi, fram kenninguna
um „andalíkamann", sem sálin eigi að lifa í eftir and-
látið. Og við andalíkamann á hann vafalaust með þessum
klassísku orðum sínum um upprisuna: „Eins og vér