Morgunn - 01.06.1957, Page 11
MORGUNN 5
höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig
bera mynd hins himneska" (1. Kor. 15, 49).
Þannig fer Páll postuli sína eigin leið í þessu mikla
vandamáli frumkristninnar, að hann hafnar hvorum
tveggja: hugmyndum feðra sinna og Grikkja. Tilvera
framliðinna er hvorki líkamslaus, né bundin jarðneska
líkamanum, í „andalíkamanum", eiga menn að lifa í hin-
um komanda heimi.
Hvernig kemst Páll að þessari niðurstöðu? Ekkert þyk-
ir mér sennilegra en það, að hér hafi vitranagáfa hans
beinlínis komið honum til hjálpar. Það er öll ástæða til að
ætla, að hann hafi hvort tveggja séð, engla og framliðna
menn. Og hvernig sá hann þá? Hann sá þá vafalaust með
sama hætti og skyggnir menn greina framliðna enn í dag:
engan veginn líkamalausa og ekki heldur í jarðneskum
líkama lengur. Og enn hélt þessi sama reynsla áfram í
kirkjunni. Á annarri öld segir hinn merki kirkjufaðir,
Tertullian, frá konu nokkurri í söfnuðinum, sem gædd
var dulskyggnigáfu. Hann segir, að í „tíðum Drottins-
dagsins", eða m. ö. o, í guðsþjónustu safnaðarins, sjái
hún framliðna menn viðstadda, og að hún sjái þá alla
klædda einhvers konar líkama.
Hér ber að sama brunni og hjá dulskyggnu fólki enn
í dag, og sennilegast þykir mér, eins og áður segir, að
dulskyggnigáfa Páls postula hafi komið honum til hjálp-
ar með að leysa þetta mikla vandamál hinnar elztu kristni,
hina brennandi spurningu um framliðna: hvernig birtast
þeir, í hvaða líkama lifa þeir?
Að kenningunni um andalíkamann víkur Páll í 2. bréf-
inu til Korintumanna með sérkennilegum orðum, en þau
eru þessi: „Því að vér vitum, að jafnvel þótt vor jarð-
neska tjaldbúð verði rifin niður (jarðneski líkaminn), þá
höfum vér hús frá Guöi, inni, sem eigi er með höndum
^jört, eilíft á himnum“. (2. Kor. 5, 1).
öllu er óhætt, þótt ekki sé trúað upprisu holdsins, „hús-