Morgunn - 01.06.1957, Síða 14
8
MORGUNN
til þess að framleiða þetta fyrirbæri, og það hefir einnig
tekizt þeim, sem beinar tilraunir 'hafa gert til þess. Hinn
víðkunni miðill og lærdómskona, frú Eileen Garrett, hef-
ir gert margar tilraunir til þess að láta sjá sig á fjar-
lægum stöðum, og sumar þeirra hafa heppnazt ágætlega.
Hún hefir einkum gert þær tilraunir í samvinnu við
nokkra lækna vestan hafs. Undir transáhrifum hefir hún
farið slíkar ferðir til ákveðinna staða og lýst síðan rétti-
lega því, sem hún sá á staðnum, og samtímis hefir henn-
ar orðið vart á staðnum, sem hún ætlaði sér að fara til,
meðan líkami hennar var í dásvefni langar leiðir, hundruð
mílna, í fjarlægð.
Sænski lærdómsmaðurinn, dr. Björkhem, sem mjög hef-
ir fengizt við „parapsychologie" á síðari árum, dáleiddi
sveitastúlku, sem hjá honum var stödd í Stokkhólmi, og
bauð henni, að fara heim til foreldra hennar í sveitinni.
Foreldrarnir höfðu enga hugmynd um að verið var að
gera þessa tilraun í Stokkhólmi með dóttur þeirra, en
samtímis sáu þau hana, sér til mikillar skelfingar, hjá
sér í eldhúsinu, þar sem þau voru stödd.
Þá sögu hefi ég eftir íslenzkum sjómanni, sem staddur
var á skipi sínu úti á hafi, að um nótt hafi hann, vakandi,
séð konuna sína koma til sín í skipið og sett á sig atferli
hennar. Á sama tíma var konuna hans heima að dreyma
nákvæmlega þessa sömu ferð. öllu bar saman, þegar mað-
urinn kom í land og hjónin sögðu hvort öðru frá.
Fjöldi slíkra, áreiðanlega fyrirbæra 'hefir sannfært
marga nútímamenn um, að nú þegar lifum vér í öðrum
líkama en hinum jarðneska, að „húsið frá Guði“, sé raun-
veruleikur og raunverulegur bústaður sálarinnar einnig
meðan hún dvelst í jarðneska líkamanum.
Allt bendir þetta til þess, að vér séum nú þegar tveggja
heima börn, og þetta gefur oss athyglisverðar bendingar
um ódauðleikaeðli mannssálarinnar og líkamann, sem hún
lifir í eftir líkamsdauðann. Og allt hlýtur þetta að fjar-
lægja oss mjög kenningunni persnesk-gyðinglegu um upp-